SALTO-verðlaunin 2023

30.6.2023

Vilt þú vinna 700 evrur, fá umfjöllun um verkefnið þitt á kynningarrás SALTO og ferðast til Póllands í október? SALTO-verðlaunin eru árlega veitt framúrskarandi verkefni sem hafa hlotið styrk frá Erasmus+ eða European Solidarity Corps á sviði æskulýðsstarfs, menntunar eða þjálfunar. 

Verkefnin þurfa að sýna fram á landsbundin eða alþjóðleg langtímaáhrif og vera frá landi sem tekur þátt í Erasmus+ áætluninni. Einnig þarf verkefnið að vera að þróast út árið 2023 og ljúka aðalstarfsemi í september (ath. byrjunar- og lokaskref verkefnis mega vera utan 2023 tímarammans).

Verðlaunin verða veitt í fimm flokkum:

  1. Stafrænar áherslur
  2. Grænar áherslur
  3. Inngilding og fjölbreytni
  4. Virk lýðræðisleg þátttaka
  5. Samstaða og sjálfboðaliðastörf

Hver getur tilnefnt verkefni?

  • Meðlimir verkefnisteymis og þátttakendur
  • Samtök og félög sem leiða verkefnin
  • Stofnanir
  • Félagsmiðstöðvar
  • Skólar
  • Háskólar
  • Aðrar stofnanir sem hafa tekið þátt í verkefninu
  • Landskrifstofa Erasmus+

Verðlaunaafhendingin verður haldin í Lublin í Póllandi í október. Í verðlaun fær hvert vinningsverkefni í flokkunum fimm 700 evrur og umfjöllun um verkefnið á kynningarrás SALTO. Einnig fá vinningshafar boð á „Youth Participation in Democratic Life“-viðburðinn og verðlaunaafhendingu SALTO-verðlaunanna í október 2023.

Umsóknarfresturinn er til og með 16. ágúst 2023.

Sæktu um hér: SALTO Awards Application Form - SALTO Awards









Þetta vefsvæði byggir á Eplica