Þann 24. september sl. var tilkynnt formlega um áframhaldandi aðild EES/EFTA ríkjanna að nýrri kynslóð samstarfsáætlana Evrópusambandsins 2021-2027, en Rannís hefur umsjón með helstu áætlunum sem Ísland tekur þátt í.
Íslendingar hafa tekið virkan þátt í samstarfsáætlunum ESB allt frá upphafi EES samningsins, en þátttakan er endurnýjuð reglulega í takt við tímabil áætlananna.
Með samkomulaginu hefst því nýtt tímabil í þeim áætlunum sem Rannís hefur umsjón með fyrir hönd Íslands; Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætluninni, Erasmus+ á sviði menntunar, æskulýðsstarfs og íþrótta, Creative Europe menningar- og kvikmyndaáætluninni og European Solidarity Corps sem styður við sjálfboðastarf og samfélagsverkefni ungs fólks.
Íslenskir aðilar hafa átt góðu gengi að fagna í öllum samstarfsáætlunum ESB, en aðgangur að öflugu samstarfi á sviðum mennta, menningar, vísinda og nýsköpunar skiptir miklu máli fyrir íslenskt samfélag og hefur ómæld jákvæð áhrif þegar til lengri tíma er litið. Reynslan sýnir að ávinningur af þátttöku í þeim er langtum meiri en sá kostnaður sem af því hlýst, auk þess sem langtíma áhrif skila sér í aukinni þekkingarsköpun og verðmætu samstarfi fyrir íslenskt samfélag.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.