Fjórir íslenskir kennarar tóku þátt í ráðstefnunni „Creating Contacts for Accredited Organisations 3.0“ í Svíþjóð í lok apríl. Hér fylgir frásögn þeirra af ferðinni.
Þau Hannes Birgir Hjálmarsson frá Stóru-Vogaskóla, Þóra Björk Bjartmarz frá Lækjarskóla, Ragnheiður Eyjólfsdóttir frá Fisktækniskóla Íslands og Guðmundur Björgvin Gylfason frá Fjölbrautaskóla Suðurlands fóru nýlega á tengslaráðstefnu fyrir skóla og stofnanir sem eru með aðild að Erasmus+.
Dagskráin var þétt og hver einasta mínúta nýtt til kynningar og hópavinnu. Ráðstefnan hófst á góðum fyrirlestri um inngildingu (e. Inclusion) þar sem mikil áhersla var lögð á hvernig hægt væri að fyrirbyggja að hópar og einstaklingar væru skildir útundan. Að skilja hópa eða einstaklinga útundan vegna t.d. búsetu, menningarmunar eða fötlunar er eitthvað sem við þurfum að huga meira að í framtíðinni á Íslandi. Við þurfum að tryggja þátttöku allra hópa í skólanum í skólastarfi. Þetta svipar til þeirrar hugsunar sem við þekkum aðeins til heima sem kallast „Skóli án aðgreiningar“.
Hópavinnan var mikil og fóru kennararnir í ýmsar skólaheimsóknir til þess að kynnast mismunandi kennsluháttum sem gætu gagnast þeim. Kennararnir fjórir fóru allir í ólíkar skólaheimsóknir meðan á ráðstefnunni stóð.
Þóra Björk fór í heimsókn í tvo Montessoriskóla í Skanör og Falsterbro. Þar fékk hún skemmtilega kynningu um Erasmus+ samstarf skólanna og ráðleggingar um hvernig hægt væri að nýta styrkinn sem best. Einnig kynntu nemendur jákvæða upplifun þeirra af Erasmus+ samstarfi skólanna.
Ragnheiður fór í aðra skemmtilega skólaheimsókn til Drottning Blankas Gymnassieskola sem er hluti af AcademMedia. AcademMedia er risastórt samstarfsnet skólastofnanna þar sem heildarfjöldi nemenda er meiri en helmingur landsmanna á Íslandi!
Þeir Hannes Birgir og Guðmundur Björgvin fóru einnig í sitthvora skólaheimsóknina þar sem þeir fengu góða skólakynningu frá bæði kennurum og nemendum. Óhætt er að segja að dyrnar að mögulegu framtíðarsamstarfi á milli íslensku kennaranna og gestgjafa sé nú opnar.
Kennararnir fjórir telja mjög líklegt að eitthvað samstarf verði af ferðinni enda var mikil áhersla lögð á tengslamyndum, sérstaklega við aðra ráðstefnuþátttakendur sem þau kynntust á hótelinu.
Þau Hannes, Þóra, Guðmundur og Ragnheiður þakka fyrir sig og góða ferð!
----
Hefur þú áhuga á að taka þátt í Erasmus+ vinnustofu eða ráðstefnu?
Fjölþjóðlegar ráðstefnur og vinnustofur veita frábær tækifæri til þess að fara út og efla tengslanetið, sækja innblástur að nýjum Erasmus+ verkefnum og auka þekkingu á ýmsum sviðum.
Landsskrifstofa Erasmus+ á Íslandi auglýsir reglulega vinnustofur of tengslaráðstefnur fyrir starfsfólk á öllum menntastigum. Auglýsingar eru birtar hér og á Facebook síðu Erasmus+ Ísland
Landskrifstofan greiðir fyrir gistingu þátttakenda auk 90% af ferðakostnaði, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.
Starfsfólki í æskulýðsmálum er bent á sérstaka síðu fyrir námskeið í Evrópu.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.