Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða í sameiningu upp á rafrænt námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa þar sem kynntar verða grunnhugmyndir um ráðgjöf fyrir fólk sem hyggur á nám erlendis, erlenda nemendur sem eru hér í námi og þá sem snúa heim að námi loknu.
Námskeiðið er aðallega hugsað fyrir náms- og starfsráðgjafa sem starfa með ungu fólki á aldrinum 14-18 ára og sérstaklega fyrir þá sem nýlega hafa hafið störf.
Námskeiðið sem fer fram á ensku veitir góða innsýn inn í evrópskt samstarf og gefur reynslu af hópastarfi með einstaklingum frá hinum Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.
Námskeiðið fer fram á eigin hraða en rafrænir fundir verða þann 20. október, 3. nóvember og 17. nóvember (samanlagt 6 klst.) og munu þeir fara fram eftir hádegi. Skyldumæting er á fundina fyrir þátttakendur námskeiðsins.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í námskeiðinu vinsamlegast hafðu samband við verkefnastjóra Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafar á Íslandi, Eydísi Ingu Valsdóttur, eydis@rannis.is, fyrir 20. september 2022.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.