Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á röð örnámskeiða tengd náms- og starfsráðgjöf. Þann 24. janúar 2025 kl. 09:00-10:15 verður fjallað um starfsfræðslu á Norðurlöndunum.
Í ljósi þess hversu mikilvægt er að efla starfsfræðslu í skólakerfinu bjóða Euroguidance í Finnlandi og Euroguidance á Íslandi upp á rafrænt námskeið fyrir áhugasama um þróun starfsfræðslu. Vefnámskeiðið ber yfirskriftina „Starfsfræðsla á Norðurlöndum: Lærdómur úr samanburði“ og fer fram á netinu þann 24. janúar 2025 kl. 11–12:00 að íslenskum tíma.
Á námskeiðinu verður fjallað um hvað er líkt og ólíkt í starfsfræðslu í skyldunámi á Norðurlöndum. Fjallað verður um helstu styrkleika og áskoranir sem koma í ljós í samanburði milli landanna og lögð áhersla á hvernig við getum lært hvert af öðru. Umræðan byggir á nýlegri sérútgáfu Nordic Journal of Transitions, Careers and Guidance sem fjallar sérstaklega um starfsfræðslu á Norðurlöndum.
Fyrirlesarar eru tveir sérfræðingar á sviði starfsfræðslu og ráðgjafar:
Þetta stutta en innihaldsríka námskeið er tilvalið fyrir þá sem vilja fá innsýn í starfsfræðslu á Norðurlöndum og læra af öðrum.
Viðburðurinn fer fram á ensku og er skipulagður af Euroguidance Finland og Euroguidance Íslandi í samstarfi við Euroguidance á Norðurlöndunum. Síðasti dagur til að skrá sig er til 16. janúar 2025.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.