Örnámskeið um náms- og starfsráðgjöf: Starfsfræðsla á Norðurlöndunum

4.12.2024

Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á röð örnámskeiða tengd náms- og starfsráðgjöf. Þann 24. janúar 2025 kl. 09:00-10:15 verður fjallað um starfsfræðslu á Norðurlöndunum. 

Í ljósi þess hversu mikilvægt er að efla starfsfræðslu í skólakerfinu bjóða Euroguidance í Finnlandi og Euroguidance á Íslandi upp á rafrænt námskeið fyrir áhugasama um þróun starfsfræðslu. Vefnámskeiðið ber yfirskriftina „Starfsfræðsla á Norðurlöndum: Lærdómur úr samanburði“ og fer fram á netinu þann 24. janúar 2025 kl. 09–10:15 að íslenskum tíma.

Á námskeiðinu verður fjallað um hvað er líkt og ólíkt í starfsfræðslu í skyldunámi á Norðurlöndum. Fjallað verður um helstu styrkleika og áskoranir sem koma í ljós í samanburði milli landanna og lögð áhersla á hvernig við getum lært hvert af öðru. Umræðan byggir á nýlegri sérútgáfu Nordic Journal of Transitions, Careers and Guidance sem fjallar sérstaklega um starfsfræðslu á Norðurlöndum.

Fyrirlesarar eru tveir sérfræðingar á sviði starfsfræðslu og ráðgjafar:

  • Outi Ruusuvirta-Uuksulainen, doktorsnemi og verkefnastjóri við Menntarannsóknastofnun Háskólans í Jyväskylä í Finnlandi. Hún hefur einbeitt sér að fagvæðingu starfsráðgjafar.
  • Sif Einarsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að starfsþróun ungmenna, og hún hefur verið virk í norrænu og baltnesku samstarfsnetum um samanburð á starfsráðgjöf á svæðinu.

Þetta stutta en innihaldsríka námskeið er tilvalið fyrir þá sem vilja fá innsýn í starfsfræðslu á Norðurlöndum og læra af öðrum.

Viðburðurinn fer fram á ensku og er skipulagður af Euroguidance Finland og Euroguidance Íslandi í samstarfi við Euroguidance á Norðurlöndunum. Síðasti dagur til að skrá sig er til 16. janúar 2025.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér









Þetta vefsvæði byggir á Eplica