Valin hafa verið 18 verkefni sem hljóta styrki í tengslum við Evrópuár unga fólksins 2022. Markmiðið með styrkjunum er að skipuleggja viðburði, samkomur eða önnur verkefni þar sem ungt fólk kemur saman til að fjalla um þá málaflokka sem skiptir það máli.
Verkefnin sem valin voru, beina sjónum að valdeflingu og virkri þátttöku ungu kynslóðarinnar í samfélaginu.
Veittir voru 18 styrkir samtals að upphæð 3,4 m.kr. til alls konar hugmynda og verkefna, til stofnana og samtaka sem vinna með ungu fólki.
Með þessum styrkjum er fjöldi ungmenna, eða um 1500 manns, virkjaður til þátttöku t.d. á sviði sjálfsstyrkingar, geðræktar, umhverfismála, leiklistar, tónlistar, inngildingar, flóttamannaðstoðar, jafningafræðslu o.s.frv.
Hér má sjá lista yfir styrkhafa og þeirra verkefni:
Antirasistar | Meira en bara útlendingur |
Borgarbókasafn Reykjavíkur | Spuni leiklist fyrir 14-19 ára |
Félagsmiðstöðin Drekinn | Sjálfstyrking og líkamsvitund stúlkna |
Félagsmiðstöðin Nú-ið | Hluverkaspilamótaröð |
Frístundamiðstöð Tjörnin | Vöxum saman - andleg heilsa |
Fúsk | RUSL Fest |
Hringrásasetur | Reddingakaffi |
Húnaklúbbur Hvammstanga | Happy peeps |
Lokk | Kvikmyndatónskáldaviðburður |
Ofbeldisforvarnaskólinn | Samtal jafningjafræðara |
Okkar heimur | Ungmenni sem eiga foreldra með geðrænan vanda |
Pílufélag Hvammstanga | Pílumót á Unglistarhátíð |
Post dreifing | No h00man left behind |
Post-menningarfélag | Hátíðni (tónlistarhátíð) |
Tónhylur - Árbær | Ungir lagahöfundar tónleikar |
Ungar athafnakonur | Opnunarviðburður |
Unghugar grófarinnar Geðræktar | Ekkert um okkur án okkar |
Ungir umhverfissinnar | Fræðsla um hringrásarhagkerfið |
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.