Þann 25. ágúst var haldinn upphafsfundur fyrir þau samstarfsverkefni sem fengu úthlutað styrk í fyrri umsóknarfresti Erasmus+ árið 2022. Að þessu sinni voru 17 verkefni styrkt um samtals 3.640.000 evrur eða um 512 milljónir króna.
Verkefnin eru á öllum menntastigum og vettvangi æskulýðsmála. Þau eru mjög fjölbreytt og leggja öll áherslu á forgangsatriði Erasmus+ áætlunarinnar; inngildingu, grænar áherslur, stafræna væðingu og virka þátttöku.
Dæmi um viðfangsefni verkefnanna:
Á upphafsfundinum var farið yfir mikilvæg atriði sem hafa þarf í huga við framkvæmd samstarfsverkefna. Einnig var inngilding í Evrópuverkefnum sérstakt þema fundarins og voru umræður þátttakenda líflegar um það efni. Meðfylgjandi myndir af fulltrúum verkefna og starfsfólki Landskrifstofu voru teknar við þetta gleðilega tækifæri.
Fulltrúar verkefnis Háskólans á Akureyri/Rannsóknamiðstöðvar ferðamála Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Auður H. Ingólfsdóttir, ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Margréti Jóhannsdóttur, verkefnisstjóra starfsmenntahluta Erasmus+
Fulltrúar verkefnis Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum Berglind Kristinsdóttir, ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Emblu Sól Þórólfsdóttur, verkefnisstjóra æskulýðshluta Erasmus+
Fulltrúi verkefnis Bergmáls, Tatjana Stefanovikj, ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Emblu Sól Þórólfsdóttur, verkefnisstjóra æskulýðshluta Erasmus+
Fulltrúar verkefnis Pakkhúss Ungmennahúss, Sigurður Ingi Jóhannsson og Dagbjört Harðardóttir ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Emblu Sól Þórólfsdóttur, verkefnisstjóra æskulýðshluta Erasmus+
Fulltrúi verkefnis Háskólans á Akureyri, Helena Sigurðardóttir, ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Sólveigu Sigurðardóttur, verkefnisstjóra háskólahluta Erasmus+
Fulltrúar verkefnis Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands, Pía Hansson, Ríkey Þöll Jóhannesdóttir og Tómas Joensen, ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Sólveigu Sigurðardóttur, verkefnisstjóra háskólahluta Erasmus+
Fulltrúi verkefnis GeoCamp Iceland, Arnbjörn Ólafsson, ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Margréti Sverrisdóttur, verkefnisstjóra fullorðinsfræðsluhluta Erasmus+
Fulltrúi verkefnis Bókasafns Reykjanesbæjar, Stefanía Gunnarsdóttir, ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Margréti Sverrisdóttur, verkefnisstjóra fullorðinsfræðsluhluta Erasmus+
Fulltrúi verkefnis Grunnskólans í Hveragerði, Eva Káradóttir, ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Jóni Svani Jóhannssyni, verkefnisstjóra skólahluta Erasmus+
Fulltrúar verkefnis Háskóla Íslands, Rannveig Björk Þorkelsdóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Ólafur Guðmundsson ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Jóni Svani Jóhannssyni, verkefnisstjóra skólahluta Erasmus+
Fulltrúi verkefnis Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Ólafur Páll Jónsson, ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Jóni Svani Jóhannssyni, verkefnisstjóra skólahluta Erasmus+
Fulltrúi verkefnis Creatrix ehf, Magnús Smári Snorrason ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Jóni Svani Jóhannssyni, verkefnisstjóra skólahluta Erasmus+
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.