Tækifæri háskóla til samstarfs við lönd utan Evrópu

18.11.2021

Sérstök vefstofa fyrir starfsfólk íslenskra háskóla um möguleika í Alþjóðavídd Erasmus+ fer fram þann 2. desember, þar sem sérfræðingar frá Evrópusambandinu veita yfirlit yfir styrkjaflokkana sem í boði eru og svara spurningum þátttakenda ásamt starfsfólki Landskrifstofu. Vefstofan gefur einnig tækifæri til að heyra af upplifun íslensks þátttakanda í Erasmus Mundus.   

Eitt af markmiðum Erasmus+ er að efla samstarf landa í Evrópu við lönd utan Evrópu*. Ýmsar leiðir eru til samstarfs og falla þær allar undir svokallaða Alþjóðavídd Erasmus+. Markmiðið er að styðja stofnanir og samtök við að takast á við áskoranir á heimsvísu, eins og alþjóðavæðingu, hlýnun jarðar og stafræna þróun, og koma á framfæri sameiginlegum gildum eins og fjölmenningu, friði og öryggi. 

Þann 2. desember fer fram vefstofa á Teams þar sem starfsfólki íslenskra háskóla er gefinn kostur á að kynna sér þá styrkjaflokka sem verða opnir til umsóknar á árinu 2022. Hér gefst tilvalið tækifæri til að eiga í beinu samtali við fulltrúa Evrópusambandsins í Brussel og finna leiðir til að byggja upp tengsl við stofnanir um allan heim með styrk frá Erasmus+. 

Dagskrá: 

  • 10:00: Opening by Runa Gudmarsdottir, Erasmus+ NA Director
  • 10:05: International Credit Mobility in Erasmus+ - Christos Aivaliotis, European Commission
  • 10:30: Erasmus Mundus Actions and Capacity Building in Higher Education - Bart Cosyns and Belén Enciso, European Commission
  • 10:50: Traversing the world with Erasmus Mundus - Benefits and impact from the perspective of a previous participant - Eva Hardardottir, University of Iceland
  • 11:00: Q&A session

Allar tímasetningar miðast við íslenskan tíma. Vefstofan fer fram á ensku. Hún er öllum opin og skráningar er ekki þörf. Landskrifstofa hvetur sérstaklega stjórnendur, alþjóðafulltrúa og kennara í háskólum til að taka þátt.

Slóð á vefstofu

* Samstarf þátttökulanda áætlunarinnar (e. Programme Countries), eins og Íslands, við lönd sem ekki eru þátttökulönd (e. Partner Countries).









Þetta vefsvæði byggir á Eplica