Landskrifstofa Erasmus+ vekur athygli á umsóknarfresti 27. febrúar næstkomandi um Erasmus+ hæfnismótunarverkefni (e. capacity building) i starfsmenntun.
Um er að ræða stór og metnaðarfull verkefni sem styðja við ákveðin lönd utan Evrópu í alþjóðavæðingu, að takast á við áskoranir í menntakerfum þeirra og aukið samstarf við starfsmenntastofnanir í Evrópu. Þátttaka í slíkum verkefnum getur leitt til gjöfuls langtímasamstarfs líkt og kom fram á tengslaráðstefnu um hæfnismótun.
Starfsmenntaskólum sem hafa áhuga á slíku samstarfi í framtíðinni en hyggjast ekki sækja um að sinni er bent á möguleikann að vera þátttakandi í slíku verkefni með öðrum umsækjanda í Evrópu. Slík þátttaka getur gagnast vel til að fá reynslu af samstarfi við aðila í löndum á Vestur-Balkanskaga, Afríku sunnan Sahara, Rómönsku Ameríku, í Karíbahafi og í nágrannalöndum í austri.
Öll áhugasöm eru hvött til að kynna sér nánar upplýsingar hér að neðan:
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.