Við hlökkum til að taka á móti umsóknum um fjölbreytt verkefni í Erasmus+ og ESC. Þann 4. október nk. kl. 10 að íslenskum tíma rennur út frestur til að sækja um styrki til fjölbreyttra verkefna í Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC).
Um er að ræða:
Einnig viljum við minna á umsóknarfrest um Erasmus+ aðild, sem rennur út þann 19. október kl. 10.
Landskrifstofa Erasmus+ stendur fyrir vefstofum til að kynna tækifæri og styðja þátttakendur í umsóknarferlinu:
7. september kl. 15:00 – 16:00
Evrópa unga fólksins
Á vefstofunni verður fjallað um alla verkefnaflokka á sviði æskulýðsmála, svo sem Erasmus+ nám og þjálfun, aðild og samstarfsverkefni; sjálfboðaliða- og samfélagsverkefni ESC og inngildingarátak DiscoverEU.
11. september kl. 14:00 – 15:00
Erasmus+ samstarfsverkefni
Á vefstofunni verður sjónum beint að samstarfsverkefnum, en þau gera stofnunum og samtökum á sviði mennta- og æskulýðsmála kleift að skiptast á reynslu og þróa nýjar aðferðir í starfsemi sinni í samstarfi við aðila í öðrum Evrópulöndum. Þau eru frábær leið til að styðja við menntun og æskulýðsstarf og hjálpa þeim sem starfa á þessum vettvangi við að takast á við samfélagslegar áskoranir. Sérstaklega verður fjallað um smærri gerð verkefna á þessari vefstofu, en þar nægir að hafa einn samstarfsaðila í öðru landi.
27. september kl. 15:00 – 16:00
Erasmus+ aðild í menntahluta Erasmus+
Vefstofa fyrir skóla, sveitarfélög og stofnanir sem hafa áhuga á Erasmus+ aðild á sviði starfsmenntunar, fullorðinsfræðslu og leik-, grunn- og framhaldsskóla. Aðildin einfaldar leið að styrktækifærum og er hugsuð fyrir umsækjendur sem hafa þróað vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf.
Vefstofurnar eru ætlaðir kennurum, stjórnendum, stofnunum, æskulýðssamtökum, sveitarfélögum og öðrum sem hafa áhuga á Evrópusamstarfi á sviði mennta- og æskulýðsmála. Við hlökkum til að sjá ykkur á skjánum!
Nánari upplýsingar:
Auglýsing um umsóknir í Erasmus+ fyrir árið 2023 í heild sinni
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.