Útbreiðsla COVID-19 veirunnar hefur eðlilega vakið upp spurningar meðal verkefnisstjóra og einstaklinga sem hlotið hafa styrk úr Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC). Af því tilefni vill Landskrifstofa koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri varðandi ferðir þátttakenda sem nú eru í gangi eða framundan eru í þessum áætlunum.
Íslensk stjórnvöld ráða Íslendingum nú frá ferðalögum og hvetja Íslendinga á ferðalagi erlendis til að íhuga að flýta heimför vegna þeirra ráðstafana sem erlend ríki hafa gripið til til að hefta útbreiðslu COVID-19. Þeim sem eru erlendis á vegum Erasmus+ bendum við á Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, en hún hefur aukið símsvörun og svörun fyrirspurna sem berast með tölvupósti á hjalp@utn.is. Þá eru Íslendingar erlendis hvattir til að skrá sig í grunn borgaraþjónustunnar til að hægt sé að miðla til þeirra upplýsingum þegar þær berast.
Það er ljóst að áhrif veirunnar setja ferðir á vegum Erasmus+ og ESC á næstu vikum og mánuðum í uppnám. Verkefnisstjórar meta eftir bestu getu hvort ferðum sé frestað vegna veirunnar eða þær felldar niður og munu mæta skilningi við afgreiðslu á lokaskýrslum og uppgjörum vegna þessara sérstöku aðstæðna. Óafturkræfur kostnaður vegna ferða sem falla niður vegna veirunnar og falla á Erasmus+ og ESC verkefni verður að öllu jöfnu samþykktur sem verkefniskostnaður í lokaskýrslu, jafnvel þótt ferðirnar séu ekki farnar.
Ef verkefnin mæta aukalegum kostnaði í tengslum við veiruna, til dæmis vegna útlagðs kostnaðar í tengslum við ferð sem er frestað og farin síðar, er hægt að óska eftir að slíkur kostnaður sé tekinn til greina við lokauppgjör verkefnis. Landskrifstofa afgreiðir slíkar beiðnir hverja fyrir sig en vekur athygli á því að samþykktur styrkur getur ekki orðið hærri en sú heildarupphæð sem var úthlutað til verkefnisins. Mikilvægt er að öllum gögnum sé haldið til haga sem sýni fram á ástæður þess að verkefni hafi mætt óvæntum kostnaði.
Verkefnisstjórar sem sjá fram á að þurfa aukinn stuðning eða sveigjanleika vegna COVID-19 eru beðnir um að hafa samband við starfsfólk Landskrifstofu Erasmus+ sem fyrst. Þannig fáum við skýrari mynd af umfangi vandans og getum gefið hverjum og einum nánari upplýsingar um skrefin sem þarf að fylgja. Við hvetjum ykkur einnig til að hafa samband við okkur ef spurningar vakna sem ekki fást svör við hér að ofan.
Nánari upplýsingar:
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.