Á Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps starfar fjölbreyttur hópur fólks sem fæst við umsýslu áætlananna frá upphafi til enda.
Sum okkar sjá um að kynna styrktækifærin fyrir íslensku mennta- og æskulýðssamfélagi, önnur sinna eftirlitsstörfum með verkefnum og utanumhald með tölfræði og enn önnur eru sérfræðingar í tilteknum verkefnaflokki, afgreiða umsóknir og veita stuðning og ráðgjöf meðan á verkefnunum stendur. Í okkar hópi eru líka fulltrúar á sérstökum málasviðum, til dæmis varðandi inngildingu, stafræna væðingu eða sjálfbærni. Erasmus+ og European Solidarity Corps þjóna breiðum markhópi og hafa fjölbreytt áhersluatriði – þess vegna getum við öll fundið verkefni sem falla að okkar sérþekkingu og áhugasviði.
Í upphafi síðasta árs tókum við upp töflufundi til að bæta yfirsýnina á skrifstofunni, jafna álag, forgangsraða verkefnum og fylgja framvindu þeirra eftir. Við hittumst á morgnana þrisvar í viku og eins og myndin sýnir er bæði gaman og gagnlegt að bera saman bækur okkar á þennan hátt.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.