Nám erlendis krefst undirbúnings hvort sem um er að ræða skiptinám, starfsþjálfun eða fullt nám til gráðu. Samt sem áður vill það verða svo að þegar nemendur ljúka stúdentsprófi eru þeir ekki að fullu meðvitaðir um þann heim af tækifærum sem standa þeim til boða erlendis í framhaldinu. Þess vegna hefur Rannís hafið kynningarherferð sem miðar að því að auka vitund ungs fólks um leiðir til að fá alþjóðlega reynslu á háskólstiginu.
Rannís sameinar undir einum hatti innlendar, norrænar og evrópskar áætlanir á sviðum mennta- og æskulýðsmála: Erasmus+ , Europass , Erasmus for young entrepreneurs , Eurodesk, Nordplus og Upplýsingastofu um nám erlendis . Sameiginlegt kynningarátak fyrir ungt fólk hefur tvenns konar ávinning. Annars vegar styrkist tengingin milli áætlananna og auðveldara er að taka tillit til ólíks bakgrunns innan nemendahópsins. Hins vegar er byggð brú milli framhaldsskóla- og háskólastigsins, sem eykur upplýsingaflæði til nemenda og gefur þeim nægan tíma til að vega og meta næstu skref.
Frá janúar til apríl 2019 heimsótti starfsfólk Rannís um það bil 700 nemendur í nær helmingi allra framhaldsskóla á landinu, þar sem sérstök áhersla var lögð á skóla á landsbyggðinni. Lifandi umræðutímar hafa gefið nemendum tækifæri til að ræða og spyrja um námstækifæri erlendis í takt við þarfir þeirra og markmið. Árangurinn er þegar byrjaður að koma í ljós: Umferðin á vefsíðum Rannís hefur aukist um 25% frá sama tíma í fyrra og fyrirspurnum til Upplýsingastofu um nám erlendis hefur einnig fjölgað.
Skólaárið er næstum á enda, en fyrir Rannís er ferðalagið rétt að hefjast.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.