Vissir þú að ungt fólk hefur ýmis tækifæri til að fá starfsreynslu hjá evrópskum og alþjóðlegum stofnunum? Í tilefni af Evrópudeginum 9. maí og Evrópuári unga fólksins langar okkur á Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps að kynnast betur ungum Íslendingum sem starfa á fjölbreyttum vettvangi í Brussel í Belgíu.
Dagana 9.-12. maí munu birtast myndir og myndskeið á Instagram-reikningi Eurodesk á Íslandi sem veita okkur innsýn inn í líf og störf fjögurra einstaklinga. Þau vinna hjá Framkvæmdastjórn ESB, Uppbyggingarsjóði EES, Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA skrifstofunni og eiga þannig sameiginlegt að geta mótað evrópskt samstarf og hafa bein áhrif á Evrópuvettvangi. Það er einmitt vegna bókunar 31 við EES-samninginn, sem Ísland getur tekið þátt í áætlunum Erasmus+ og European Solidarity Corps.
Í þessari Instagram-yfirtöku fáum við að sjá og heyra af daglegu lífi í Brussel, svo sem hvernig það er að vera ung manneskja í þessari höfuðborg evrópskrar samvinnu, hvers vegna þau ákváðu að flytja út og hvernig Evrópudeginum er fagnað.
Ekki gleyma að fylgja Eurodesk á Instagram (@eurodeskIceland) og færslum á samfélagsmiðlum sem hafa myllumerkið #EYY2022.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.