Eurodesk gegnir lykilhlutverki við að tengja ungt fólk í Evrópu við alþjóðleg tækifæri til náms, skiptináms, starfsnáms, styrkja og annarra verkefna. Slík tækifæri bjóðast ekki síst gegnum Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanir ESB, en Ísland tekur þátt í þeim á grundvelli EES samningsins.
Eurodesk tók fyrst til starfa árið 1990 í Skotlandi og í dag eru þátttökulöndin orðin 36. Í þeim starfa landstengiliðir ýmist beint með ungu fólki eða með æskulýðsstarfsfólki hjá samtökum eða stofnunum sem sinna hlutverki samstarfsaðila (e. Multipliers). Í dag hefur Eurodesk fleiri en 1000 samstarfsaðila um alla Evrópu sem vinna með ungu fólki í daglegu starfi en fá stuðning frá landstengiliðunum og skrifstofu Eurodesk í Brussel til að veita ungu fólki upplýsingar um tækifærin sem þeim standa til boða á sem aðgengilegastan hátt.
Mikilvægt að ungt fólk viti af tækifærum
Árið 2025 er afmælisár Eurodesk sem er leiðandi í upplýsingamiðlun til ungs fólks í Evrópu. Eurodesk er net samstarfsaðila sem sér um að tengja ungt fólk við tækifæri til náms, skiptináms, starfsnáms, styrkja og annarra verkefna, sérstaklega í gegnum Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanir ESB. Ísland tekur þátt í þessum áætlunum þökk sé EES samningnum.
Ókeypis þjónusta Eurodesk
Eurodesk á Íslandi er hýst hjá Rannís og sinnir starfsfólk Eurodesk þar bæði hlutverki upplýsingaveitu til ungs fólks, t.d. með kynningum í framhaldsskóla og á samfélagsmiðlum, og hlutverki stuðningsaðila við æskulýðsvettvanginn. Ungt fólk getur leitað til Eurodesk að kostnaðarlausu með spurningar sem tengjast tækifærum erlendis.
Aðstaða helguð ungu fólki
Fyrsti vottaði samstarfsaðili Eurodesk á Íslandi er Hitt Húsið. Hitt Húsið er staðsett á Rafstöðvarvegi 7-9 og þangað getur ungt fólk farið til að spila spil eða tónlist, fara í leiki og jafnvel fá atvinnuráðgjöf. Þar fer fram frábært frístundastarf fatlaðra og jafningjafræðslan er þar einnig til húsa. Ungt fólk getur haldið listasýningar, tekið rými á leigu og notið þess að hafa aðstöðu sem er helguð þeim. Þar er starfsfólk með mikla reynslu og rýmið allt til fyrirmyndar. Skemmtilegt er frá því að segja að fyrst þegar Eurodesk tók til starfa á Íslandi árið 1996 var það einmitt hýst hjá Hinu Húsinu sem þá var í miðbæ Reykjavíkur.
Í meira en þrjá áratugi hefur hlutverk Eurodesk verið að efla ungt fólk með því að veita því aðgengilegar upplýsingar um alþjóðleg tækifæri og hvetja þau til virkrar lýðræðislegrar þátttöku. Haldið verður upp á 35 ára afmælið með ýmsum skemmtilegum viðburðum. Má þar nefna:
Verðlaunaathöfn fyrir vottaða samstarfsaðila fyrir fyrirmyndar verkefni
Fjölþjóðleg matreiðslukvöld
Setja á laggirnar nýja vefsíðu
Gefa út niðurstöður víðtækrar könnunar um hagi ungs fólks í Evrópu
Halda upp á afmæli Eurodesk í Brussel
Fagna samstarfi við önnur stoðverkefni Erasmus+
Hægt er að fylgja Eurodesk á Instagram @eurodeskiceland
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.