Vefstofa um Erasmus+ samstarfsverkefni

28.8.2024

  • VEFSTOFA

Vefstofan er þann 10. september 2024 kl 14:00 og er mikilvægt að skrá sig.

Á vefstofunni verður sjónum beint að samstarfsverkefnum, en þau gera stofnunum og samtökum á sviði mennta- og æskulýðsmála kleift að skiptast á reynslu og þróa nýjar aðferðir í starfsemi sinni í samstarfi við aðila í öðrum Evrópulöndum. 

 Skráning á vefstofu

Þann 1. október nk. kl. 10:00 að íslenskum tíma rennur út frestur til að sækja um styrk til Erasmus+ samstarfsverkefna.Um er að ræða smærri samstarfsverkefni á sviði leik-, grunn- og framhaldsskóla, fullorðinsfræðslu og starfsmenntunar. Á sviði æskulýðsstarfs er opinn umsóknarfrestur fyrir bæði smærri og stærri samstarfsverkefni.

Samstarfsverkefni Erasmus+ eru frábær leið til að styðja við menntun og æskulýðsstarf og hjálpa þeim sem starfa á þessum vettvangi við að takast á við samfélagslegar áskoranir. Sérstaklega verður fjallað um smærri gerð verkefna á vefstofunni, en einnig stærri verkefni á sviði æskulýðsmála.

Hlekkur á vefstofu (Teams)









Þetta vefsvæði byggir á Eplica