Vel heppnuð ráðstefna styrkþega æskulýðsáætlana í Osló

7.12.2022

Landskrifstofur Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar halda reglulega ráðstefnu þar sem styrkþegum er boðið að taka þátt. Þarna voru styrkþegar þeirra æskulýðsverkefna sem eru enn yfirstandandi. Að þessu sinni fór ráðstefnan fram 28. nóvember – 1. desember í Osló í Noregi.

Að þessu sinni fóru 35 Íslendingar saman út á vegum landskrifstofu Íslands og var gífurleg ánægja í hópnum. Nýjar tengingar mynduðust við aðra styrkþega af Norðurlöndunum, nýjar verkefnahugmyndir urðu til í samtölum og reynslubankinn stækkaði. Næsta ráðstefna verður haldin í Svíþjóð og við hvetjum fólk til að sækja um þátttöku á næstu ráðstefnu þegar Erasmus+ og/eða European Solidarity Corps verkefni þeirra fer í gang. Flestir þátttakendur komu frá Íslandi en samtals voru tæplega 150 manns á þessari ráðstefnu.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica