Vel sóttur fundur um örnám og örviðurkenningar

18.10.2024

  • RAN02006
  • RAN02015
  • RAN02019
  • RAN02025
  • RAN02039
  • RAN02049
  • RAN02079
  • RAN02095
  • RAN02111
  • RAN02121
  • RAN02132

Í samræðum fundarins var lögð megináhersla á mikilvægi þess að samræma formgerð og matsþætti örnáms í fullorðinsfræðslu við hæfniramma í samvinnu við atvinnulífið. 

Hæfniþarfir vinnumarkaðarins breytast hraðar en nokkru sinni og úrval námstilboða eykst sífellt.
Styttri námskeið (örnám) og viðurkenningar fyrir þau (örviðurkenningar) sýna fram á færni og þekkingu. Með kynningum og samtali var farið yfir núverandi stöðu og hugsanleg tækifæri fyrir fullorðinsfræðslu og atvinnulíf.

  • Iðan fræðslusetur og Samtök ferðaþjónustunnar kynntu nýtt tilraunaverkefni um örnám og útgáfu örviðurkenninga,
  • Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fjallaði um mikilvægi örvottana sem viðbót við nám eða þekkingu sem þegar er viðurkennd og tengingu örvottana við hæfniramma.
  • Mímir Símenntun kynnti starfstengd íslenskunámskeið sem eru sérstaklega sniðin að þörfum innflytjenda og atvinnulífs.
  • Fulltrúi EQF og Europass fjallaði um hæfnirammann og örvottanir.

Að kynningum loknum urðu fjörugar umræður þar sem megináhersla var lögð á mikilvægi þess að samræma formgerð og matsþætti örnáms í fullorðinsfræðslu við hæfniramma í samvinnu við atvinnulífið. Fundargestir fögnuðu þessu tækifæri til samtals um þróun styttri námsleiða í óformlegu námi og námsmati í fullorðinsfræðslu.

EPALE vefur fagfólks í fullorðinsfræðslu stóð að fundinum í samstarfi við eftirtalin Evrópuverkefni:

Fundurinn var liður í dagskrá árlegrar Samfélagsráðstefnu EPALE.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica