Við erum að leita að matsfólki!

8.2.2022

Rannís óskar eftir sérfræðingum til að meta umsóknir í mennta- og æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2022.

Óskað er eftir einstaklingum sem hafa: 

  • þekkingu á íslensku æskulýðsstarfi eða menntakerfi á sviði háskóla, leik-, grunn- og framhaldsskóla, starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu. 
  • reynslu af fjölþjóðlegu samstarfi og verkefnastjórnun, ásamt skilningi á stefnumiðum Evrópusambandsins um menntun og æskulýðsstarf. 

Leitað er að matsfólki til að meta umsóknir í öllum verkefnaflokkum.   

Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði. 

Starf matsfólks er verkefnatengt og tímabundið í tengslum við umsóknafresti áætlananna tveggja.  
 
Þau sem hafa áhuga eru beðin um að senda inn umsókn og ferilskrá í tölvupósti eigi síðar en 28. febrúar 2022til erasmusplus@rannis.is 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica