Næsti umsóknarfrestur um Öndvegissetur starfsmenntunar (e. Centres of Vocational Excellence) er 11. júní 2025. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býður áhugasömum á sérstaka vefstofu sem er kjörin til að kynna sér málið betur. Allt um evrópsk Öndvegissetur starfsmenntunar á vefstofu 20. febrúar.
Starfsmenntaskólar, líkt og aðrar menntastofnanir, standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum við að bjóða upp á hágæða starfsmenntun í kvikum og síbreytilegum heimi. Evrópusambandið styður við umbætur í starfsmenntageiranum með því að veita veglega styrki til svokallaðra Öndvegissetra Starfsmenntunar (Centres of Vocational Excellence (CoVEs)) í gegnum Erasmus+ áætlunina.
Öndvegissetrin eru sérstakar miðstöðvar starfsmenntunar sem sameina skóla, fyrirtæki og aðrar stofnanir í samstarf innanlands og þvert á landamæri til að bjóða upp á hágæða nám og þjálfun í takt við þarfir samfélagsins. Þátttaka í Öndvegissetrum er kjörið tækifæri fyrir starfsmenntastofnanir til að efla kennsluþróun og nýsköpun í námsframboði svo útskrifaðir nemendur séu betur í stakk búnir til að starfa á vinnumarkaði sem lagar sig að stafrænum umbreytingum, sjálfbærum starfsháttum og nánari tengslum við umheiminn.
Næsti umsóknarfrestur fyrir Öndvegissetur starfsmenntunar er 11. júní 2025.
Af því tilefni býður Framkvæmdaskrifstofa mennta- og menningarmála í Brussel öllum áhugasömum á vefstofu þann 20. febrúar kl. 09.00-11.00 að íslenskum tíma. Þátttakendur munu fá hagnýtar upplýsingar um hvernig sótt er um og gefst færi á að spyrja sérfræðinga um ferlið. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig og má nálgast hlekkinn á vefstofuna á sérstakri síðu viðburðarins .
Landskrifstofa hvetur áhugasöm um að kynna sér CoVE verkefnin sem hafa nýlega verið styrkt til að fá betri hugmyndir um markmið og áherslur Öndvegissetra. Þá er hægt að kynna sér málið betur með því að skoða Erasmus+ handbókina og upplýsingasíðu um næsta umsóknarferli. Einnig má ávallt beina spurningum varðandi Öndvegisetrin til skrifstofunnar í Brussel með því að senda tölvupóst á netfangið eacea-eplus-vet@ec.europa.eu
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.