Þó nokkur tilfelli hafa komið upp undanfarin misseri þar sem sótt hefur verið í sjóði Erasmus+ á fölskum forsendum, bæði hérlendis og erlendis. Landskrifstofa vill af þeim sökum brýna fyrir umsækjendum mikilvægi þess að vanda vel valið á samstarfsaðilum sínum.
Langflestir umsækjendur sækja um Erasmus+ styrki af heilindum í þeim tilgangi að bæta íslenskt og evrópskt samfélag með einum eða öðrum hætti. Til eru dæmi um að umsækjendur hafi í góðri trú þróað verkefnishugmynd í samstarfi við erlenda aðila sem er svo send inn til landskrifstofu í öðru landi án þeirra vitundar. Við viljum að sem fæst þurfi að sitja með sárt ennið í þeirri stöðu og mælum því eindregið með að umsækjendur hafi eftirfarandi atriði til hliðsjónar:
Gefið ykkur tíma til að kynnast þeim aðilum sem þið hyggist starfa með í verkefnum og byggja upp traust innan samstarfsins
Gangið úr skugga um að samstarfsaðilarnir hafi bæði þekkingu og reynslu í þeim málaflokki sem verkefninu er ætlað að takast á við
Kynnið ykkur reynslu samstarfsaðilanna af Erasmus+. Lítil samtök eða fyrirtæki sem hafa komið að tugum ef ekki hundruðum umsókna á nokkurra ára tímabili ætti að varast.
Landskrifstofur Erasmus+ hafa nú betri verkfæri en áður til að greina vafasöm tilfelli, til að mynda þegar sótt er um sama verkefni í ólíkum löndum í þeirri von að hljóta styrk fyrir sömu verkefnisþætti úr fleiri en einni átt. Tekið er fyrir tvöfalda fjármögnun í reglum Erasmus+, eins og fram kemur í Erasmus+ handbókinni, og Landskrifstofa leggur sig fram við að stöðva tilraunir í þessa áttina strax á umsóknarstigi. Einnig skal minnt á að ekki er leyfilegt að fá utanaðkomandi aðila til að skrifa umsóknir fyrir hönd samstarfsnets og landskrifstofur geta hafnað umsóknum á þeim grundvelli.
Gangi ykkur sem allra best í umsóknarskrifunum og hikið ekki við að leita til Landskrifstofu ef upp koma efasemdir í ferlinu.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.