Vinningshafi í leik Europass á Íslandi

1.6.2023

  • RAN00181-edit

Europass á Íslandi efndi á dögunum til leiks þar sem þátttakendur bjuggu til rafræna ferilskrá gegnum Europass vefgáttina og sendu inn til Europass á Íslandi.

Þriðjudaginn 23. maí var svo dregið út úr innsendum ferilskrám og vinningshafi leiksins er Ragnheiður Finnbogadóttir.

Ragnheiður mætti svo á skrifstofu Rannís í vikunni og tók við gjafabréfinu. 

Það var Aðalheiður Jónsdóttir, sviðstjóri Mennta- og menningarsviðs Rannís sem afhenti Ragnheiði vinninginn. 

Rannís og Europass á Íslandi óska Ragnheiði til hamingju með vinninginn. 

Europass er ókeypis og jafnframt örugg þjónusta á netinu sem gerir þér kleift að safna saman upplýsingum um hvað þú kannt og getur og þannig getur þú stjórnað betur og skipulagt náms- og starfsferil þinn – bæði hér á Íslandi sem og í allri Evrópu.

Ef þú vilt vita meira um rafræna ferilskrá Europass, smelltu hér!

Mynd: Aðalheiður Jónsdóttir (t.v) afhendir Ragnheiði finnbogadóttur gjafabréfið









Þetta vefsvæði byggir á Eplica