Markmið verkefnisins var að efla leiðtogahæfni kvenna í ferðaþjónustu. Oft hallar á hlut kvenna í störfum þeirra innan ferðaþjónustunnar þegar litið er til þátta eins og launa, vinnuaðstæðna og möguleikum á stöðuhækkun. Verkefnið hefur skilað góðum og áhugaverðum niðurstöðum sem eru öllum aðgengileg.
Rannsóknamiðstöð ferðamála leiddi We Lead, sem er Erasmus+ samstarfsverkefni, fyrir hönd Háskólans á Akureyri en Kennslumiðstöð HA kom einnig að verkefninu. Aðrir samstarfsaðilar verkefnisins voru Transformia (Ísland), European E-learning Institute (Danmörk), Momentum (Írland) og CDEA (Spánn).
We Lead verkefnið miðaði að því að skapa starfsumhverfi innan ferðaþjónustunnar sem stuðlar að jafnræði, jöfnuði og sem bregst við þörfum samfélagsins, ekki síst þegar kemur að þeirri helstu áskorun samtímans sem loftslagsbreytingar af mannavöldum eru. Það er vaxandi samstaða meðal hagaðila innan ferðaþjónustunnar um að seigla greinarinnar til framtíðar muni ráðast af getu hennar til að aðlaga sig að lágu kolefnisspori og draga úr losun gróðurhúsaefna um 50% fyrir árið 2030.
Í We Lead var lögð áhersla á að vinna að því að auka sýnileika, forystuhæfni og áhrifamátt kvenna í ferðaþjónustu, sérstaklega þegar kemur að því að skapa sjálfbærari framtíð greinarinnar. Sú áhersla endurspeglast í fræðsluefninu sem útbúið var í tengslum við verkefnið, en efnið er allt aðgengilegt á heimasíðu We lead í opnum aðgangi og á þremur tungumálum: íslensku, ensku og spænsku.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.