Eftir tvö ár af heimsfaraldri er kominn tími til að horfa björtum augum fram á veginn. Til að undirstrika mikilvægi þess að ungt fólk taki þátt í að móta evrópskt samfélag hefur Evrópusambandið ákveðið að tileinka árið 2022 ungu kynslóðinni, framtíðarsýn hennar og þeim málefnum sem snerta hana mest. Árið 2022 er árið sem raddir ungs fólks fá að heyrast.
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Covid-19 hefur tekið sinn toll af ungu fólki, sem þurfti að gefa félagslíf, ferðalög og vinnu upp á bátinn og fóta sig í nýjum veruleika. Nú þegar aðstæður hafa batnað skiptir öllu máli að rödd ungu kynslóðarinnar fái að heyrast hátt og vel. Evrópuárinu er ætlað að búa til tækifæri sem bjóða upp á einmitt það – að skapa vettvang til að ungt fólk geti vakið athygli á sínum hugðarefnum og sinni sýn. Ekkert samfélagslegt málefni er Evrópuárinu óviðkomandi og gildir þar einu hvort um er að ræða jafnréttismál, loftslag, lýðræði eða hvað annað sem er ungu fólki hugleikið.
Á sérstakri vefsíðu sem tileinkuð er Evrópuárinu er nú hægt að fylgjast með fréttum og viðburðum tengdum árinu og það stefnir svo sannarlega í fjölbreytta dagskrá. Ef þú ert að skipuleggja viðburð á árinu á vegum, fyrir eða um ungt fólk í Evrópu hvetjum við þig til að auglýsa hann á sérstöku evrópsku viðburðakorti á síðunni. Viðburðirnir geta verið af ýmsum toga, svo sem námskeið, málfundir, listasýningar, tónleikar eða herferðir. Í júní opnum við fyrir umsóknir grasrótarsamtaka sem óska eftir styrk frá Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi til að halda viðburði fyrir ungt fólk. Evrópuárið hér á landi er unnið í samstarfi þriggja Evrópuáætlana í umsjón Rannís á sviði mennta og menningar: Erasmus+, European Solidarity Corps og Creative Europe. Við munum nýta síðuna í að auglýsa okkar eigin viðburði innan ramma þessara áætlana auk þess að koma á framfæri öllum fjölbreyttu styrktækifærunum sem Rannís býður ungu fólki upp á.
Árið 2022 er ár þinnar sýnar og þinnar raddar. Vertu með í Evrópuári unga fólksins!
Hægt er að finna allar upplýsingar um Evrópuár unga fólksins 2022 hér: www.erasmusplus.is/frettir-og-vidburdir/evropuar-unga-folksins
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.