Vottun á náms- og þjálfunarverkefnum í starfsmenntun hefur verið veitt síðan árið 2015. Skólar og stofnanir sem sýnt hafa fram á reynslu af stjórnun Erasmus+ náms- og þjálfunarverkefna á sviði starfsmenntunar sem og mjög góðan árangur hafa fengið vottun.
Á Íslandi eru Tækniskólinn, Myndlistaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Kópavogi, Iðan fræðslusetur og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti með vottun.
Eftir fjögurra ára reynslu var gerð samantekt á Evrópustarfi og reynslu af vottun. Megin niðurstaðan er sú að á tímabilinu hefur þróun náms- og þjálfunarverkefna þeirra verið mjög jákvæð og umfangið vaxið verulega. Fjöldi þátttakenda hefur mest tvöfaldast miðað við væntingar um þátttöku.
Evrópusamstarf innan skólanna hefur aukist og breyst á tímabilinu. Í flestum tilfellum hefur starfshlutfall alþjóðafulltrúa vaxið og alþjóðastarf fengið aukið vægi í daglegri starfsemi skóla og stofnana.
Það kemur í ljós að eftirspurn og vilji til þátttöku er til staðar meðal bæði nemenda og kennara og með vottun hefur aðgengi aukist sem og stöðugleiki Evrópustarfsins.
Þátttakan hefur einnig veruleg áhrif á bæði þátttakendur og skóla/stofnanir. Nemendur og starfsmenn eru almennt mjög ánægðir með þátttökuna og mælist heildaránægja þeirra á bilinu 83-100%. Einnig eru mörg dæmi um góð áhrif á kennsluhætti og námsframboð.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.