Fjölmenni á norrænni Erasmus+ ráðstefnu um tækifæri til samstarfs við lönd utan Evrópu

21.11.2019

Í október fór fram kynningarviðburður í Stokkhólmi um þá möguleika sem háskólum stendur til boða til samstarfs við lönd utan Evrópu innan Erasmus+. Rannís stóð að viðburðinum ásamt landskrifstofum Erasmus+ í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi.

Markmið ráðstefnunnar var að draga fram það sem er vænlegast til árangurs í umsóknarferlinu fyrir tvo undirflokka Erasmus+ þar sem mikil samkeppni ríkir: Sameiginlegt meistaranám (Erasmus Mundus Joint Master Degrees) og hæfnismótun á háskólastigi (Capacity Building in Higher Education). 

Með tveggja daga dagskrá var boðið upp á fjölbreyttar málstofur þar sem reyndir verkefnastjórar deildu reynslu sinni og gáfu þátttakendum góð ráð varðandi forgangsatriði Erasmus+, gæði samstarfsins, gerð fjárhagsáætlana, verkefnisstjórnun, áhrif og áhættur.

Samstarf við háskóla utan Evrópu býður upp á mikla möguleika fyrir íslenska háskóla sem að miklu leyti eru enn ókannaðir. Alls tók 16 manna hópur frá Íslandi þátt í ráðstefnunni, sem sýnir að áhuginn á að efla tengslin við háskóla um allan heim er mikill.

Nánari upplýsingar um samstarf við lönd utan Evrópu má finna á íslensku hér á Erasmus+ vefnum og á ensku á vef Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins: 










Þetta vefsvæði byggir á Eplica