Nú stendur yfir undirbúningur næsta fjárhagstímabils Evrópusambandsins sem tekur við eftir 2027. Framkvæmdarstjórn Ursulu von der Leyen leggur áherslu á stefnumiðaða, einfaldaða og áhrifaríka nálgun og boðar til samtals við almenning um hvernig fjármununum sé best varið.
Samtalið felur meðal annars í sér opið samráð um áætlanir á sviði menntunar, þjálfunar og samstöðu, sem stendur yfir til 7. maí næstkomandi. Samráðið gefur einstaklingum, stofnunum og samtökum gott tækifæri til að deila reynslu sinni af Erasmus+ og European Solidarity Corps og skoðun á því með hvaða hætti Evrópusambandið getur stuðlað að áframhaldandi samstarfi milli landa í þágu menntunar, æskulýðsmála og íþrótta í álfunni.
Þetta er síður en svo fyrsta skrefið í að móta evrópskt samstarf á vegum Evrópusambandsins eftir 2027, því nú þegar hafa stjórnvöld í öllum þátttökulöndum Erasmus+ og European Solidarity Corps unnið úttektir á framkvæmd og áhrifum áætlananna. Íslensku úttektina má finna á síðu Landskrifstofunnar um útgáfur og skýrslur.
Landskrifstofan hvetur öll þau sem vilja hafa áhrif á fjármögnun evrópsks samstarfs á sviði menntunar, æskulýðsmála og íþrótta að grípa tækifærið og láta skoðun sína í ljós.
Nánari upplýsingar
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.