Gæðamál í menntun og þörf á tæknilegri færni

27.11.2019

Tímarit ECVET (ECVET Magazine) er nýkomið út. ECVET er verkefni ESB í starfsmenntun, þar sem lögð er áhersla á að starfsmenntanemar fái metna þá hæfni sem þeir afla sér erlendis þegar heim er komið.

Í tímaritinu eru margar áhugaverðar greinar, meðal annars um viðburði tengda starfsmenntun sem haldnir hafa verið í Lettlandi og á Kýpur. Umfjöllun um starfsmenntavikuna í Finnlandi í október og ýmis tækifæri fyrir fullorðna til þess að auka og bæta hæfni sína. Þá er fjallað um stóra námsstefnu um þörf á tæknilegri færni í framtíðinni sem haldin var á Ítalíu og samráðsfund um gagnleg verkfæri fyrir stofnanir sem senda starfsmenntanema til námsdvalar í öðru landi. Í tímaritinu er einnig fjallað um nýútkomna handbók ESB og Evrópuráðsins um gæðamál tengd ferðum og dvöl ungs fólks í Evrópu, hvort heldur er til þess að stunda nám, starfsþjálfun eða sinna sjálfboðaliðastörfum. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica