Kynning á styrkjamöguleikum innan Erasmus+ árið 2019

20.11.2018

Ertu að velta fyrir þér tækifærum til Evrópusamstarfs en veistu ekki hvar þú átt að byrja? Þá er Rannís rétti staðurinn fyrir þig, en þar verður haldin kynning miðvikudaginn 5. desember á möguleikum innan Erasmus+ fyrir þau sem ekki hafa áður sótt um.

Erasmus+ er styrkjaáætlun ESB fyrir mennta- æskulýðs- og íþróttamál 2014 – 2020 og geta hér um bil allar tegundir stofnana sem vinna að þessum málaflokkum sótt um: skólar á öllum stigum og sviðum, sveitarfélög, félagasamtök, óformlegir hópar ungs fólks, fyrirtæki og stofnanir sem veita starfsmenntun og fullorðinsfræðslu.

Hvar: Borgartúni 30, 6. hæð
Hvenær: 5. desember 2018, kl. 14:30 – 16:00

SKRÁ ÞÁTTTÖKU

Fundurinn verður einnig sendur út beint á netinu. Til að taka þátt í fjarfundinum er ekki þörf á öðrum búnaði en nettengdri tölvu.

Kynntir verða tveir meginflokkar umsókna:
Nám og þjálfun – næsti umsóknarfrestur 5. febrúar 2019
Samstarfsverkefni – næsti umsóknarfrestur 5. febrúar 2019 (í æskulýðshluta) og 21. mars 2019 (í alla hluta).









Þetta vefsvæði byggir á Eplica