Rannís hefur úthlutað ríflega 4 milljónum evra eða um 500 milljónum króna í náms- og þjálfunarstyrki úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB.
Aldrei hefur verið úthlutað eins miklu fjármagni og í ár. Peningunum var úthlutað til 43 verkefna og njóta ríflega eitt þúsund einstaklingar frá skólastofnunum, fræðsluaðilum og fyrirtækjum góðs af styrkjunum að þessu sinni.
Styrkir hafa farið stighækkandi og í ár voru það einkum leik-grunn- og framhaldsskólar sem nutu góðs af því. En það er þó háskólastigið sem fær hæstu styrkina.
Alls bárust 77 umsókn um styrki að upphæð um 850 m.kr og hefur aldrei verið sótt um hærri upphæð. Flestir umsækjendur hafa sótt um áður en þó er alltaf eitthvað um að nýliðar sæki um. Einkum er það í skólahlutanum sem nýliðar koma inn enda flestir lögaðilar í þeim flokki.
Náms- og þjálfunarverkefni gefa nemendum og starfsfólki skóla á öllum skólastigum, fræðslustofnana og fyrirtækja sem sinna menntun tækifæri til að taka hluta af námi eða sinna starfsþjálfun og kennslu í 33 löndum í Evrópu. Að auki geta háskólar sótt um samstarfsstyrki við lönd utan Evrópu. Eins og undanfarin ár var hæstum styrkjum úthlutað til Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans. Einnig er gaman að geta þess að Verkmenntaskóli Austurlands á Neskaupsstað fékk góðan styrk fyrir iðn- og verknámið hjá sér. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fengu áframhaldandi styrk til að efla samstarf sveitarfélaganna varðandi móttöku flóttafólks. Í fullorðinsfræðslunni voru veittir styrkir til efla þjálfun fólks sem vinnur með innflytjendum og fólki í virkri atvinnuleit. Svo má geta þess að Langholtsskóli, í samvinnu við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, sótti um styrk fyrir sína hönd og fjögurra leikskóla í hverfinu til að kynna sér hvernig efla megi mál og læsi barna á leik- og grunnskólastig.
Styrkþegar úr starfsmenntahluta Erasmus+ sem hlutu styrk til verkefna í flokknum Nám og þjálfun árið 2017, ásamt Margréti Jóhannsdóttur, verkefnisstjóra starfsmenntahlutans og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB.
Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlun Evrópusambandsins er stærsta áætlun í heimi á þessu sviði. Ísland fær árið 2018 um 9 milljónir evra eða ríflega 1,1 milljarð króna til úthlutunar. Þar af eru um 870 m.kr. til menntahlutans. Markmið Erasmus+ áætlunarinnar í menntun eru að ýta undir nýsköpun og þróun á evrópskum menntakerfum, meðal annars með því að styðja verkefni sem miða að því að efla grunnþætti eins og læsi og stærðfræði, auka alþjóðasamstarf háskóla, ýta undir sköpunargáfu og frumkvæði nemenda, vinna gegn brotthvarfi, innleiða upplýsingatækni, efla starfsemi skólabókasafna og almennt efla gæði í menntun á öllum skólastigum og í atvinnulífi.
19 skólum, sveitarfélögum og fyrirtæki sem starfa á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi var úthlutað alls 474.107 evrum. Eftirtaldir hlutu styrki:
Stofnun | Heiti umsóknar | Úthlutun |
Langholtsskóli | Reception | 68.400 € |
Skólar ehf | Early Intervention | 41.760 € |
Borgarholtsskóli | Skapandi kennsla og lærdómur ll | 39.080 € |
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu | Starfsspeglun í kennslu og aðlögun fjöl-/tvítyngdra í grunnskólum | 34.100 € |
Menntaskólinn á Tröllaskaga | Towards organic learning and growing | 32.285 € |
Leikskólinn Holt | Skapandi börn í stafrænum heimi | 30.385 € |
Fjölbraut Snæfellinga | Every teacher flipped | 29.665 € |
Menntaskólinn við Sund | Starfsþróun til að byggja upp nemendur | 29.070 € |
Leikskóli Seltjarnarness | Five training, one goal | 27.840 € |
Fjölbraut Ármúla | Innovation and education | 27.630 € |
Flensborgarskóli | Móttaka flóttamanna- starfsþróun starfsmanna | 24.040 € |
Árskóli | Að skapa, skrifa og elda | 19.570 € |
Víðistaðaskóli | Skapandi greinar og margmiðlun | 15.300 € |
Brekkuskóli | Starfsþróun og endurmenntun | 12.110 |
Giljaskóli | Intercultural and project management skills | 11.480 € |
Menntaskólinn á Akureyri | Alþjóðavæðing | 10.050 € |
Vallaskóli | Teymiskennsla og snjalltæki | 9.300 € |
Myndlistaskólinn í Reykjavík | Endurmenntun fyrir kennara | 8.102 € |
Norðlingaskóli | Byggjum brýr | 3.940 € |
Ellefu starfsmenntaskólar og stofnanir fengu samtals 950.458 evrum úthlutað. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki:
Stofnun | Heiti umsóknar | Úthlutun |
Tækniskólinn | Iðn og tækni er alþjóðleg | 327.974 € |
Myndlistaskólinn í Reykjavík | Starfsumhverfi og nám í Evrópu | 167.659 € |
Fjölbraut Breiðholti | Eflum verknám | 120.134 € |
Verkmenntaskóli Austurlands | Efling starfsnáms | 75.428 € |
Borgarholtsskóli | Sköpun í kennslu, námi og þjálfun | 74.500 € |
Verkmenntaskólinn á Akureyri | Að víkka sjóndeildarhringinn | 41.568 € |
Menntaskólinn í Kópavogi | Víkkum sjóndeildarhringinn | 39.068 € |
Iðan fræðslusetur | Icelandic apprentices and staff | 38.344 € |
Keilir Aviation Academy | Fjöláhafnarsamsarf á þotu | 29.130 € |
Fjölbraut Ármúla | Health Care Training | 19.548 € |
Landspítalinn | Facilitator for students and graduated | 17.040 € |
Fimm aðilum sem starfa við fullorðinsfræðslu var úthlutað alls 54.565 evrum. Eftirtaldir hlutu styrki:
Stofnun | Heiti umsóknar | Úthlutun |
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum | Increased knowledge, skills and methods in education | 17.855 € |
Vinnumálastofnun | Framlínuráðgjöf fyrir atvinnuleitendur | 11.310 € |
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar | Notkun upplýsingatækni í námi fullorðinna | 11.470 € |
Akureyrarbær- mannauðsdeild | Þróun og nýsköpun í fræðslumálum | 7.050 € |
Fjölmennt | Fræðsluferð vegna kennslu fullorðins fatlaðs fólk | 6.880 € |
Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri og Listaháskóli Íslands fá samtals 2.137.880 evrur í hefðbundin stúdenta- og starfsmannaskipti. Þar að auki var úthlutað úr svokölluðum ,,alþjóðlegum“ hluta Erasmus+ . Í þeim flokki var háskólunum úthlutað 427.741 evrum í verkefni til að styrkja tengsl við háskóla utan Evrópu.
Stofnun | Heiti umsóknar | Úthlutun |
Háskóli Íslands | Stúdenta- og starfsmannaskipti | 915.017 € |
Listaháskóli Íslands | Stúdenta- og starfsmannaskipti | 771.870€ |
Háskólinn í Reykjavík | Stúdenta- og starfsmannaskipti | 219.725 € |
Háskólinn á Akureyri | Stúdenta- og starfsmannaskipti | 138.533 € |
Háskólinn á Bifröst | Stúdenta- og starfsmannaskipti | 41.332 € |
Landbúnaðarháskóli Íslands | Stúdenta- og starfsmannaskipti | 32.123 € |
Háskólinn á Hólum | Stúdenta- og starfsmannaskipti | 19.280 € |
Háskóli Íslands | Alþjóðasamstarf utan Evrópu | 241.541 € |
Háskólinn í Reykjavík | Alþjóðasamstarf utan Evrópu | 105.750 € |
Listaháskóli Íslands | Alþjóðasamstarf utan Evrópu | 80.450 € |
Styrkþegar úr fullorðinshluta Erasmus+ sem hlutu styrk til verkefna í flokknum Nám og þjálfun árið 2017, ásamt Margréti Sverrisdóttur, verkefnisstjóra fullorðinshlutans og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB.
*Allar tölur birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.