Miðvikudaginn 12. júní næstkomandi milli klukkan 13-16 verður opið hús á skrifstofu Rannís að Borgartúni 30 fyrir verkefnisstjóra sem eru að vinna í Mobility Tool í Erasmus+ verkefnum.
Engin skipulögð dagskrá er á þessum tíma og er frjáls mæting. Opna húsið er hugsað fyrir þá sem eru byrjaðir að kynna sér Mobility Tool í verkefninu sínu og hafa spurningar eða þurfa aðstoð með kerfið. Mikilvægt er að mæta með tölvu með sér svo hægt sé að vinna í Mobility Tool á staðnum. Starfsfólk landskrifstofu verður til staðar og veitir aðstoð og upplýsingar eins og þörf er á.
Reiknað er með að aftur verði boðið upp á opið hús síðar á árinu, mögulega í nóvember en dagsetning verður auglýst síðar.
Einnig hvetjum við verkefnisstjóra utan höfuðborgarsvæðisins og þá sem ekki komast en telja sig þurfa aðstoð, til að hafa samband við starfsfólk landskrifstofu í síma eða tölvupósti. Gott er að hafa verkefnisnúmer tiltækt þegar haft er samband til að flýta fyrir.
Tenglar og leiðbeiningar fyrir Mobility Tool eru hér en leiðbeiningar er einnig hægt að nálgast í gegnum Mobility Tool.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.