Samráð um reynslu af raunfærnimati

25.10.2019

  • ING_19064_06182

Framkvæmdastjórn ESB stendur um þessar mundir fyrir opnu samráði um óformlegt og formlaust nám (raunfærnimat)

Samráðið er hluti af mati á tillögum ESB um raunfærnimat frá árinu 2012 sem ganga út á auka möguleika fólks til að sýna fram á hæfni sem það hefur öðlast t.d. í atvinnulífinu og fá hana metna til eininga í frekara námi.

Nú er verið að meta hvernig raunfærnimatið hefur gengið í mismunandi löndum. Sérfræðingar í raunfærnimati og fólk sem farið hefur í gegnum raunfærnimatið er hvatt til að láta í ljós skoðun sína. Sérstök áhersla er lögð á að heyra viðhorf síðarnefnda hópsins.

Til að koma skoðun sinni á framfæri þarf að svara spurningakönnun sem er á vefnum. Athugið að áður en hægt er að svara könnuninni er nauðsynlegt að skrá sig inn á vef ESB (EU's Transparency Register).

Frestur til að svara könnuninni og koma þannig sinni skoðun á framfæri rennur út þann 13. nóvember n.k.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica