Smástyrkir fyrir ungt fólk 2023

28.7.2023

Er þitt félag eða þinn hópur að hugsa um að halda lítinn viðburð eða framkvæma stutt verkefni í haust? Hvort sem það er gestafyrirlestur, pizzupartý eða pílumót getur þú sótt um allt að 200.000 kr. í styrk!

Landskrifstofa Erasmus+ og Eurodesk á Íslandi mun veita allt að 200.000 kr. styrki til íslenskra samtaka/hópa ungs fólks til að skipuleggja og framkvæma lítil verkefni, fundi eða viðburði. Markmiðið með styrkjunum er að efla ungt fólk og æskulýðsstarf á Íslandi.

Umsóknarfrestur er opinn og hægt er að sækja um styrk til kl. 16:00 þann 1. september og munu niðurstöður liggja fyrir fljótlega eftir frestinn.

Hver geta sótt um?

  • Æskulýðsfélög og önnur félagasamtök

  • Sveitarfélög (félagsmiðstöðvar og ungmennaráð) og aðrir opinberir aðilar

  • Styrkþegar Erasmus+ og European Solidarity Corps

  • Óformlegir hópar ungs fólks (a.m.k. ein manneskja úr hópnum þarf að hafa náð 18 ára aldri)

Þema viðburða þurfa að tengjast einu eða fleiri af eftirfarandi:

  • Lýðræðislegri og/eða borgaralegri þátttöku ungs fólks

  • Inngildingu (e. inclusion) og fjölbreytileika

  • Loftslagsmálum, umhverfisvernd eða sjálfbærni

  • Stafrænum lausnum

  • Líkamlegri og andlegri heilsu

Það er undir ykkur komið hvernig viðburðirnir verða og ekki hika við að vera skapandi og hugmyndarík!

Nánari upplýsingar má finna í skráningarforminu.

Sjá má lista yfir þá smástyrki sem Landskrifstofa veitti árið 2022 hér.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica