Framkvæmdastjórn ESB auglýsir styrki til þeirra sem starfa að menntun fullorðinna. Styrkir geta verið frá 400.000 evrum til 500.000 evra að hámarki.
Um er að ræða styrki til samstarfsaðila sem starfa að menntun fullorðinna og er hluti af áætluninni um endurskoðun á evrópskri stefnu í fullorðinsfræðslu (Renewed European Agenda for Adult Learning) frá 2011 og hugmyndinni um uppfærða færni (Upskilling Pathways).
Hvert verkefni sem tekur tvö ár getur fengið 400.000 evra styrk að hámarki og hvert þriggja ára verkefni getur fengið 500.000 evra styrk að hámarki. Hægt er að sækja um greiðslu allt að 80% af verkefniskostnaði.
Á bak við hverja umsókn skulu standa að lágmarki fjórar stofnanir frá fjórum löndum og a.m.k. tvær stofnanir mega ekki vera nú þegar þátttakendur í svipuðu samstarfi.
Um tvenns konar styrki er að ræða:
Allar fullorðinsfræðslustofnanir geta sótt um sem og aðrar menntastofnanir sem bjóða nám sem nýst getur fullorðnum. Einnig geta menningarstofnanir, háskólar, aðilar vinnumarkaðarins, íþróttafélög og áhugamannafélög sótt um.
Boðið verður upp á streymi frá kynningarfundi um styrkina þriðjudaginn 26. nóvember 2019 kl. 14-17 að miðevróputíma (13-16 að íslenskum tíma).
Umsóknafrestur er til 25. febrúar 2020 kl. 16.00 að íslenskum tíma. Sótt er um í gegnum vef framkvæmdastjórnar ESB.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.