Styrkir til samstarfs um þróun og nýsköpun í starfsmenntun - Centres of Vocational Excellence

28.10.2019

Framkvæmdastjórn ESB auglýsir styrki til þess að koma á fót samstarfi fjölbreytts hóps aðila í starfsmenntun til þróunar og nýsköpunar í starfsmenntun (Centres of Vocational Excellence).

Valin verða verkefni sem byggja á samstarfi bæði á milli landa og ólíkra aðila starfsmenntunar í hverju landi fyrir sig. Hvatt er til samstarfs starfsmenntaskóla, háskóla og aðila vinnumarkaðarins.

ESB mun fjármagna allt að 80% af verkefniskostnaði og heildarupphæðin sem stendur til boða er 4 milljónir evra fyrir hvert verkefni. Að minnsta kosti átta aðilar frá fjórum löndum verða að standa á bak við hverja umsókn. Þar af verður að vera að lágmarki einn starfsmenntaskóli í hverju landi og einn fulltrúi aðila vinnumarkaðarins. Einn aðili leiðir verkefnið og sækir um fyrir hönd hópsins. 

Lesa nánari upplýsingar um styrki til samstarfs og þróun nýsköpun í starfsmenntun.

Umsóknafrestur er til 20. febrúar 2020 kl. 16.00 að íslenskum tíma í gegnum vefgátt ESB. 

Boðið verður upp á upplýsingafund á netinu þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 11:30- 14:00.

Streymt verður frá fundinum - opna streymi.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica