Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þremur þátttakendum á tengslaráðstefnuna Creative arts as a path to inclusion. Ráðstefnan verður haldin í Düsseldorf, Þýskalandi, dagana 10.-13. okt. nk.
Tengslaráðstefnan er ætluð skólastjórnendum og kennurum í grunnskólum og er markmið hennar að þátttakendur þrói og myndi hugmyndir að samstarfsverkefnum á því sviði. Þar sem óskað er eftir því að sem flestir skólar taki þátt í ráðstefnunni verður eingöngu hægt að taka á móti einum þátttakanda frá hverjum skóla.
Leitað er að þátttakendum sem áhuga hafa á því hvernig nota megi skapandi listgreinar til þess að stuðla að jafnari tækifærum í skólastarfinu, sem og utan þess. Áhersla er lögð á að skipuleggja námsumhverfi og aðferðir þar sem allir nemendur geti fundið viðeigandi stuðning í sínu námi, óháð kynþætti, kyni, félagslegum bakgrunni og hvers kyns sérþörfum. Skapandi listir eru tilvaldar til þess að stuðla að jöfnum tækifærum og það að tjá sig í gegnum sköpun á borð við listmálun, söng, dans og leiklist getur styrkt félagstengsl, tilfinningagreind, forvitni og samkennd.
Þátttakendur í ráðstefnunni verða beðnir um að deila reynslu sinni og hugmyndum af því hvernig nota megi skapandi listir til að stuðla að jafnari tækifærum nemenda og þurfa þeir jafnframt að vera tilbúnir til þess að stofna til nýrra samstarfsverkefna við aðra skóla, með þetta þema að leiðarljósi. Sérstaklega skal tekið fram að þó svo vel sé tekið á móti tilbúnum verkefnahugmyndum þá er ekki nauðsynlegt að þær séu fyrir hendi.
Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan stofnunar. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda, ástæða þess að áhugi spratt á efni ráðstefnunnar og verkefnishugmynd, ef hún er fyrir hendi. Rík áhersla er lögð á myndun Erasmus+ verkefna og að þátttakendur fari sem fulltrúar sinna skóla og séu opnir fyrir að taka þátt í slíkri vinnu.
Ekki þarf að greiða fyrir þátttöku í ráðstefnunni, því gjaldið greiðist af landskrifstofunni í Þýskalandi og inniheldur gistinætur á rástefnutíma (þrjár nætur), fæði, efnisgjöld og annað uppihald sem ráðstefnunni tengist. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir að auki styrk fyrir 90% af upphæð ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og aukagistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan. Ferðastyrkurinn er greiddur í tvennu lagi, 500 evrur eru greiddar fyrirfram þegar umsækjendur hafa verið valdir og eftirstöðvarnar (upp að 90% alls ferðakostnaðar) þegar heim er komið og uppgjöri hefur verið skilað.
Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 11. september nk. kl. 13:00
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.