Rannís hefur úthlutað úr menntahluta Erasmus+ áætlunarinnar um 3 milljónum evra eða um 370 milljónum króna til 43 evrópskra samstarfsverkefna.
Mikil aukning varð á úthlutun til leik-, grunn- og framhaldsskóla en samtals er veittur styrkur til þátttöku íslenskra skóla í 37 verkefnum.
Í fyrsta sinn var veittur styrkur til tónlistarskóla en Tónlistarskólinn í Kópavogi fékk styrk til verkefnisins Connection of different music worlds. Verkefnið fjallar um samstarf í kammermúsík á milli tónlistarskóla á Íslandi, Svíþjóð og Ítalíu. Nemendur og kennarar fara á milli landa og nemendur munu halda tónleika meðal annars á Myrkum músíkdögum á Íslandi og á sambærilegri hátíð á Ítalíu.
Fulltrúar Erasmus+ samstarfsverkefna á sviði leik-, grunn og framhaldsskóla ásamt Andrési Péturssyni verkefnisstjóra og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.
Styrkt voru verkefni á öllum skólastigum. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og endurspegla áherslur á mismunandi skólastigum og nýjungar í skólastarfi. Einnig endurspeglast þarfir atvinnulífsins um menntun og þjálfun starfsfólks í nokkrum verkefnum.*
Styrkt voru tvö verkefni á sviði fullorðinsfræðslu.
Fulltrúar verkefna á sviði fullorðinsfræðslu: Guðmundur Löve frá SÍBS, Zane Brikovska frá Alþjóðastofu á Akureyri, ásamt Margréti Sverrisdóttur verkefnisstjóra og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.
Styrkt voru tvö verkefni á háskólastigi.
Fulltrúi verkefnis Listaháskóla Íslands, Kristín Valsdóttir ásamt Huldu Hrafnkelsdóttur verkefnisstjóra og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.
Styrk voru tvö verkefni á sviði starfsmenntunar.
Fulltrúar verkefnis Þekkingarnets Þingeyinga: Arnþrúður Dagsdóttir og Óli Halldórsson ásamt Margréti Jóhannsdóttur verkefnisstjóra og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.
Titill verkefnis: Sustainable Tourism Innovative Training - SUSTAIN IT (Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks)
Verkefnisstjóri: Þekkingarnet Þingeyinga
Styrkur: € 299.901 til 2ja ára
SUSTAIN-IT verkefnið miðar að því að skapa markvissar aðferðir til þjálfunar starfsfólks og rekstraraðila í ferðaþjónustu þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.
Þjálfunin fer fram sem bein kennsla eða yfirfærsla á þekkingu, en einnig á starfrænu formi með þeim veflæga gangagrunni sem verkefnið skapar.
Markhópurinn er núverandi og mögulegir aðilar í ferðaþjónustu, með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni þeirra og þekkingu.
Styrkt voru þrjú samstarfsverkefni á skólastigi.
Fulltrúar samstarfsverkefna á leik- grunn og framhaldsskólastigi ásamt Andrési Péturssyni verkefnisstjóra og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.
Að þessu sinni voru styrkt 34 skólaverkefni sem er sérstakur verkefnaflokkur þar sem megináherslan er á samstarf skóla, starfsmanna þeirra og nemenda. Aldrei hafa jafn mörg verkefni fengið styrk í þessum verkefnaflokki og veitir þetta skólum einstakt tækifæri til að efla alþjóðlegt samstarf og nýsköpun.
Verkefni með íslenskri verkefnisstjórn
Fulltrúar Grunnskólans á Ísafirði: Jóna Benediktsdóttir og Bergljót Halldórsdóttir ásamt Andrési Péturssyni verkefnisstjóra og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.
Styrkþegi | Heiti verkefnis | Styrk-upphæð € |
Flataskóli | Friendship. | 7.780 |
Foldaskóli | The Effectiveness of Learning through Sports and Outdoor Activities for Sen Students. | 27.750 |
Glerárskóli Akureyri | Developing Pupils' Skills. | 37.190 |
Grunnskólinn á Ísafirði | Living in a challenging world. | 39.724 |
Lundarskóli | Brownfield sites and Sustainable Development - How a school can affect the local environment. | 15.408 |
Menntaskólinn á Akureyri | Secondary schools in a global world. | 9.402 |
Verkefni með erlendri verkefnisstjórn
Fulltrúar Melaskóla: Björgvin Þór Þórhallsson, Anna Guðmundsdóttir, Jórunn Pálsdóttir og
Guðný Rósa Sigurbjörnsdóttir, ásamt Andrési Péturssyni verkefnisstjóra og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.
Styrkþegi | Heiti verkefnis |
Styrk-upphæð € |
Álfhólsskóli | The Use of Modern Information Technologies for Teaching Mathematics and Natural Sciences. | 34.396 |
Álftanesskóli | Reading Teaching for Social and Educational Inclusion. | 14.380 |
Árskoli | International cooperation: improving the future. | 32.805 |
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri | Patrimonio cultural Europeo : Un punto de encuentro para construir nuestro futuro. | 33.582 |
Brekkubæjarskóli | And ... action! | 34.694 |
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra | Preventing Radicalism among European Pals. | 33.294 |
Fjölbrautaskóli Snæfellinga | Science around us. | 34.890 |
Fjölbrautaskóli Suðurlands | Inclusion, sport, culture. | 32.876 |
Fjölbrautaskóli Suðurlands | Character matters - values and virtues. | 32.494 |
Fjölbrautaskóli Suðurlands | Edu- paths. | 29.560 |
Fjölbrautaskóli Suðurnesja | National Prides in a European Context. | 34.788 |
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti | ST'ART. | 27.240 |
Fjölbrautaskólinn við Ármúla | Youth in Education and Studies working and studying in Europe II. | 33.998 |
Grunnskólinn í Borgarnesi | Enjoyable MATHS. | 34.156 |
Hagaskóli | Technology Enhanced Classroom. | 27.780 |
Heilsuleikskólinn Skógarás | Eco Tweet. | 22.355 |
Kópavogsskóli | Von tiefen Löchern, heißen Quellen und praller Sonne - Energy matters – es geht uns alle an. |
33.278 |
Leikskólinn Stekkjarás | Development of Inspirational Outdoor Learning Spaces and Hands-on Learning Projects. | 15.408 |
Marbakki | TALL -All together we can make it. | 16.059 |
Melaskóli | Together - Strong and Safe. | 25.322 |
Menntaskólinn að Laugarvatni | Les sciences de la Terre sont fascinantes. | 24.220 |
Menntaskólinn í Reykjavík | Double sense "Ways with Maths" or "World wide Maths". | 31.446 |
Rimaskóli | The ABC of Wonders - knowing our heritage. | 29.880 |
Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins | Training Today Tomorrow's ECO-Hairdressers VET. | 21.004 |
Verkmenntaskóli Austurlands | WILL to MotivatE(U). | 37.384 |
Verzlunarskóli Íslands | Einheit in der Vielfalt Europas. | 29.016 |
Verzlunarskóli Íslands | Strengths and Weaknesses In the Media. | 31.440 |
Vogaskóli | A Message In A Bottle. | 31.050 |
Myndirnar tók Arnaldur Halldórsson og hægt er að skoða fleiri myndir á Facebook Erasmus+ .
*Birt með fyrirvara um villur.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.