Úthlutun styrkja til Erasmus+ samstarfsverkefna árið 2019

12.9.2019

  • Uthlutun

Rannís hefur úthlutað úr mennta- og æskulýðshluta Erasmus+ áætlunarinnar um 4,7 milljónum evra eða um 650 milljónum króna til 18 evrópskra samstarfsverkefna og þátttöku íslenskra skóla í 39 skólaverkefnum. Mest aukning varð á úthlutun til leik-, grunn- og framhaldsskóla og ánægjulegt að sjá góða þátttöku af öllu landinu. 

Viðfangsefni verkefnanna er mjög fjölbreytilegt en öll stuðla þau að samstarfi við skóla, fyrirtæki og stofnanir í Evrópu.  Þróun námsefnis er viðfangsefni margra verkefna og sem dæmi má nefna  verkefni Háskólans á Akureyri þar sem unnið verður að gerð á samnorrænni námskrá fyrir nám sjúkraflutningamanna á háskólastigi.  Í verkefni Landbúnaðarháskólans er stefnt að því búa til grunn fyrir framleiðslu skógarafurða á Íslandi og kenna aðferðir við vinnslu trjáa til viðarframleiðslu og í verkefni Hugarafls verður þróað námsefni í þeim tilgangi að styðja við geðheilsu ungmenna.

Listi yfir styrkþega og verkefni
Styrkt voru verkefni á öllum skólastigum. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og endurspegla áherslur á mismunandi skólastigum.

Fullorðinsfræðsla
Styrkt voru þrjú verkefni á sviði fullorðinsfræðslu

1. Titill verkefnis: Enterprised – Low Qualified Adult Learners Ready for Work
Verkefnisstjóri: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
Styrkur: € 175.610 til 24 mánaða
Verkefnið snýr að fullorðinsfræðslu í ferðaþjónustu þar sem leitast er við að bregðast við fræðsluþörf nyrst og syðst í Evrópu. Markhópurinn er fólk með litla grunnfærni og menntun sem gæti átt á hættu að ílengjast í atvinnuleysi ef ekkert er að gert.

2. Titill verkefnis: Know Your Rights – KYR
Verkefnisstjóri: Einurð
Styrkur: € 235.245 til 24 mánaða
Markmið verkefnisins er að vinna að því að fræða erlent verkafólk (migrant workers) um réttarstöðu sína á vinnumarkaði þar sem það er oft ómeðvitað um eigin réttarstöðu og veit ekki hvert á að leita.

3. Titill verkefnis: INTERACTE
Verkefnisstjóri: Mímir símenntun
Styrkur: € 156.448 til 36 mánaða
Verkefnið snýr að því að nýta gagnvirkar, rafrænar náms- og kennsluaðferðir innan fullorðinsfræðslu. Verkefnið er þannig uppbyggt að eingöngu er um að ræða þjálfunarviðburði þar sem sex evrópskar stofnanir þjálfa um 80 starfsmenn og deila gagnlegri reynslu og þekkingu.

Háskólastig
Styrkt voru þrjú verkefni á háskólastigi

1. Titill verkefnis: Entrepreneurship360 Network
Verkefnisstjóri: Háskóli Íslands
Styrkur: € 271.241 til 36 mánaða
Verkefnið tengist öllum skólastigum. Markmiðið er að bæta þekkingu og skilning breiðs markhóps tengdum formlegri og óformlegri menntun á Evrópska hæfnirammanum um frumkvöðlastarf (The European Entrepreneurship Competence Framework – EntreComp). Búa á til vef með „verkfærakistu“ og leiðbeiningum og vefnámskeið (mooc‘s) á þekktum miðli eins og edX eða Coursera.

2. Titill verkefnis: Accreditation of prior experiential learning in European Universities
Verkefnisstjóri: Háskólinn á Akureyri
Styrkur: € 256.587 til 24 mánaða
Bætt aðgengi að háskólanámi með raunfærnimati. Sérstaklega hugsað fyrir fólk sem stendur höllum fæti félagslega, t.d. flóttafólk. Gera á úttekt á núverandi stöðu, þarfagreiningu og þróa aðferðafræði til að beita raunfærnimati.

3. Titill verkefnis: European Curriculum for Paramedic BS Þ
Verkefnisstjóri: Háskólinn á Akureyri
Styrkur: € 230.300 til 24 mánaða
Þróun á samnorrænni námskrá fyrir nám sjúkraflutningamanna á háskólastigi sem gæti lagt grunn að samræmdara námi milli landanna.
Í dag er námið ekki á háskólastigi á Íslandi og í Danmörku.
Ef vel gengi gæti niðurstaðan haft áhrif víðar í Evrópu.

Starfsmenntun
Styrkt voru þrjú verkefni á sviði starfsmenntunar.

1. Titill verkefnis: TreProX, Innovations in Training and Exchange of Standards for Wood Processing (Nýsköpun í þjálfun og aðferðum við viðarframleiðslu og staðlagerð)
Verkefnisstjóri: Landbúnaðarháskóli Íslands
Styrkur: € 284.868.- til 3ja ára
Stefnt er að því að búa til grunn fyrir framleiðslu skógarafurða á Íslandi og kenna aðferðir við vinnslu trjáa til viðarframleiðslu. Aðal áhersla er á samskipti og samnýtingu efnis til kennslu, nemenda- og kennara skipti og að búa til staðla og þekkingu fagaðila í viðarframleiðslu á Íslandi.

2. Titill verkefnis: Women making Waves – Enhancing Female Leadership Skills
Verkefnisstjóri: Jafnréttisstofa
Styrkur: € 236.742.- til 30 mánaða
Stefnt er að þróun námsefnis og aðferða til að efla og hvetja konur til þátttöku í stjórnum og stjórnunarstöðum. Unnin verður þarfagreining og námsskrá fyrir leiðbeinendur og námsefni fyrir markhópinn. Einnig verða haldin námskeið fyrir kvennahópa sem fengnir verða til samstarfs í hverju landi. Námsefnið verður aðgengilegt á vefnum.

3. Titill verkefnis: Breakout Challenges for Developing Transversal skills
Verkefnisstjóri: Right Now ehf
Styrkur: € 191.184.- til 2ja ára
Verkefnið snýr að gerð og prófun á tölvuleik (Breakout Challenges) sem hefur það að markmiði að styðja við nemendur sem eiga erfitt uppdráttar í hefðbundnu námi. Leikurinn verður þróaður og prufaður, einnig þýddur á tungumál samstarfshópsins. Unnið verður stuðningsefni fyrir kennara í starfsmennta- sem og almennum framhaldskólum.

Æskulýðsstarf
Styrkt voru tvö æskulýðsverkefni í flokki samstarfsverkefni

1. Titill verkefnis: Beyond #MeToo, Youthworkers, Young People and the wider community making a positive change around GBV
Verkefnisstjóri: Ofbeldisforvarnaskólinn
Styrkur: € 176.855 til 25 mánaða
Um er að ræða framhald verkefnis sem er að ljúka þar sem á að stíga lengra og skoða hvaða áhrif kynbundið ofbeldi hefur á íþrótta- og æskulýðsstarf og þróa námskrá og námskeið fyrir starfsmenn í æskulýðsgeiranum.

2. Titill verkefnis: Highway to mental health
Verkefnisstjóri: Hugarafl
Styrkur: € 188.610 til 2ja ára
Stefnt er að því að búa til og þróa námsefni í þeim tilgangi að byggja upp geðheilsu ungmenna, bæði í hefðbundnu formi og netnámskeið.
Áhersla lögð á tilfinningastjórn og seiglu (emotional resilience), félagsleg tengsl, samfélag og náttúru, valdeflingu, samúð, heilbrigðan lífstíl.

Skólar
Styrkt voru þrjú samstarfsverkefni á leik-grunn og framhaldsskólastigi.

1. Titill verkefnis: Wonders of Waste
Verkefnisstjóri: Leikskólinn Akrasel
Styrkur: € 128.426 til 24 mánaða
Leikskólinn Akrasel, ásamt leikskólum frá sex öðrum löndum, þróa aðferðir í að innleiða aðferðir í kennslu endurvinnslu, náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar á þessu skólastigi.

2. Titill verkefnis: BE-CHILD - Build a more inclusive society supporting ECEC educators for the development of socio emotional competences in pre-school children
Verkefnisstjóri: Háskóli Íslands
Styrkur: til 30 mánaða

Verkefnið snýst um samstarf háskóla, rannsóknarstofnana, leikskóla og kennara um þróun náms og kennslu í félagsfærni barna á aldrinum 0-6 ára. Afurðir verkefnisins eru bæði niðurstöður rannsókna á starfsháttum og náms- og kennsluefni fyrir leikskólakennara.

3. Titill verkefnis: Engaging Rural Youth
Verkefnisstjóri: Landsbyggðavinir
Styrkur: € 207.891 til 29 mánaða.-
Landsbyggðarvinir, taka saman höndum með grunn- og framhaldsskólum í fjórum löndum, með það að markmiði að efla ungt fólk til þess að taka þátt í ákvörðunum um þróun svæðanna í nútíð og framtíð.

Skólaverkefni - samstarf skóla
Að þessu sinni voru styrkt 39 skólaverkefni sem er sérstakur verkefnaflokkur þar sem megináherslan er á samstarf skóla, starfsmanna þeirra og nemenda. Aldrei hafa jafn mörg verkefni fengið styrk í þessum verkefnaflokki og veitir þetta skólum einstakt tækifæri til að efla alþjóðlegt samstarf og nýsköpun. 

Verkefni með íslenskri verkefnisstjórn 

Styrkþegi   Heiti verkefnis Styrkupphæð  
 Borgarholtsskóli  Creation Active!  295.370
 Vatnsendaskóli  Eco Thinking For Eco Living  201.780
 Verzlunarskóli Íslands  Recharge the world   197.254
 Framhaldsskólinn Laugum  Hiking in Europe   62.120


Verkefni með erlendri verkefnisstjórn

Styrkþegi Heiti verkefnis Styrkupphæð
Ártúnsskóli School Permaculture Garden 27.500
Áslandsskóli Continuing a Culture of Learning 16.170
Borgarholtsskóli Wasser, Schatz der Natur 15.696
Borgarholtsskóli SAVE WATER, SAVE LIFE 30.530
Brekkuskóli Active Children, Technological Innovations, Varied Environments 32.423
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Girls with boys are programming in Europe 27.336
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Vernetzte Produktionslinie Europa 4.0 30.094
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Utilización de lasTIC para preservar la artesanía europea. 28.125
Fjölbrautaskóli Suðurlands Reduction of our Ecological footprint anD oUr Co2 Emission 28.240
Fjölbrautaskóli Vesturlands Schools for a green future - How can we protect the environment and save resources in our daily life? 33.650
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti IT‘s the Future 14.390
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti la biodiversité : du passé, du présent et du futur 32.800
Garðaskóli Smart Travelling around Europe: a Youth Guide for Sustainable Tourism 27.160
Glerárskóli Akureyri We All Equal One 25.812
Grunnskóli Grundarfjarðar Seaways, Pathways of International Learning 16.170
Grunnskóli Vestmannaeyja Wellbeing and Life Skills for the 21st Century 31.455
Leikskólinn Bjartahlíð STEAM: Surfing The European Artistic Monuments 31.020
Leikskólinn Furugrund Gra o zdrowie - gra o przyszłość

23.445

Lundarskóli To Like Or Not To Like

30.151

Menntaskóli Borgarfjarðar 2Smart2Start

30.080

Menntaskólinn á Tröllaskaga U2 Have a Voice

35.538

Menntaskólinn við Hamrahlíð Inclusion through Art and Media

19.736

Nesskóli We only have one planet. Now is the time to take action!

24.718

Salaskóli Building On Opportunities for Story-Telling

17.815

Sjálandsskóli Blast the Plast

23.942

Smáraskóli Educational Garden of Eden; Exploring Innovation Methodologies in Schools

19.880

Smáraskóli Share our similarities, celebrate our differences; School Diversity for Students with Special Educational Needs

20.500

Smáraskóli Sustainable gastronomy - let's make a fresh start for healthy eating habits in school education

24.920

Smáraskóli Democracy in a Digitalized Era: a blessing or a curse?

21.336

Stóru-Vogaskóli Différentes côtes pour un même horizon

14.904

Verkmenntaskólinn á Akureyri Rotten shark and Aioli : sharing culinary culture to erase differences

31.191

Verzlunarskóli Íslands Education 4 You

30.996

Verzlunarskóli Íslands Sustainability now! How we can learn from each others efforts concerning a concious environment

20.652

Víkurskóli Fit for life

32.392









Þetta vefsvæði byggir á Eplica