Verið velkomin á vefstofur fyrir umsækjendur um Erasmus+ og European Solidarity Corps í febrúar 2022

19.1.2022

  • Remote-working-gb27272975_1920

Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2022. Hér er um ýmis fjölbreytt tækifæri fyrir mennta- og æskulýðsstarf í Evrópu að ræða, og Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi hefur skipulagt röð af vinnustofum fyrir ólíka markhópa sem ætlað er að varpa ljósi á þau.

Vinnustofurnar eru vefstofur sökum aðstæðna og fara fram á Teams. Á þeim veitir starfsfólk Landskrifstofu almennar upplýsingar um þessar tvær áætlanir og nánari upplýsingar um umsóknarfresti nú á fyrri hluta árs. Þetta er kjörinn vettvangur til að fá svör um hvers konar styrkir eru í boði, hvernig sótt er um og hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að taka þátt í Erasmus+ og European Solidarity Corps, svo nokkur dæmi séu tekin.

Við hvetjum ykkur til að nýta tækifærið og taka virkan þátt í vefstofunum. Engrar skráningar er þörf.  

  • Næsti umsóknarfrestur í Erasmus+ nám og þjálfun og European Solidarity Corps er 23. febrúar kl. 11:00. 
  • Næsti umsóknarfrestur samstarfsverkefna er 23. mars kl. 11:00 og fyrir smærri samstarfsverkefni 4. október kl. 10:00.

Æskulýðsstarf

Vefstofa fyrir samtök og stofnanir sem sinna æskulýðsstarfi

  • Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun, European Solidarity Corps.
  • Næsti umsóknarfrestur: 23. febrúar kl. 11:00.
  • Hvenær? 3. feb kl. 11:00-12:00.
  • Hvar? Slóð á vefstofu.

Vefstofa fyrir ungt fólk

  • Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun, European Solidarity Corps.
  • Næsti umsóknarfrestur: 23. febrúar kl. 11:00.
  • Hvenær? 3. feb kl. 15.00 - 16.00.
  • Hvar? Slóð á vefstofu.

Starfsmenntun

Vefstofa fyrir verkefnisstjóra skóla og stofnana sem eru með Erasmus aðild

  • Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun.
  • Næsti umsóknarfrestur: 23. febrúar kl. 11:00.
  • Hvenær? 1.feb kl. 14:00 – 14:45.
  • Hvar? Slóð á vefstofu

Vefstofa fyrir verkefnisstjóra skóla og stofnana, nýja umsækjendur og reynda sem ætla að sækja um skammtímaverkefni

  • Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun.
  • Næsti umsóknarfrestur: 23. febrúar kl. 11:00.
  • Hvenær? 2. feb kl. 14:00 – 14:45.
  • Hvar?  Slóð á vefstofu

Fullorðinsfræðsla

Vefstofa fyrir fullorðinsfræðsluaðila sem eru með Erasmus aðild og vilja sækja um styrki fyrir námsferðir eða námsdvöl (activities)

  • Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun.
  • Næsti umsóknarfrestur: 23. febrúar kl. 11:00.
  • Hvenær? 2. feb kl. 11:00 – 11:45.
  • Hvar? Slóð á vefstofu

Vefstofa fyrir fullorðinsfræðsluaðila, nýja umsækjendur og reynda sem vilja sækja um skammtímaverkefni

  • Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun.
  • Næsti umsóknarfrestur: 23. febrúar kl. 11:00.
  • Hvenær? 3. feb. kl. 13:00 – 13:45.
  • Hvar? Slóð á vef

Leik-, grunn- og framhaldsskólar

Vefstofa fyrir skóla og stofnanir sem hafa fengið staðfesta Erasmus aðild

  • Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun.
  • Næsti umsóknarfrestur: 23. febrúar kl. 11:00.
  • Hvenær? 2. feb. kl. 15:00 – 15:45.
  • Hvar? Slóð á vefstofu 

Vefstofa fyrir aðra skóla og stofnanir

  • Verkefnaflokkur: Erasmus+ nám og þjálfun.
  • Næsti umsóknarfrestur: 23. febrúar kl. 11:00.
  • Hvenær? 3. feb. kl. 14:00 – 14:45.
  • Hvar? Slóð á vefstofu 

Öll skólastig og æskulýðsmál

Sameiginleg vefstofa um verkefnaflokkinn Erasmus+ samstarfsverkefni

  • Næsti umsóknarfrestur: 23. mars kl. 11:00 og fyrir smærri samstarfsverkefni 4. október kl. 10:00.
  • Hvenær?  22. feb. kl. 14:00 – 14:45.
  • Hvar? Slóð á vefstofu  








Þetta vefsvæði byggir á Eplica