Í tilefni af Evrópudeginum 9. maí, blæs Europass á Íslandi til einfaldrar keppni. Vinningshafi hlýtur 100.000 kr. gjafabréf með flugi til Evrópu.
Europass er ókeypis og jafnframt örugg þjónusta á netinu sem gerir þér kleift að safna saman upplýsingum um hvað þú kannt og getur og þannig getur þú stjórnað betur og skipulagt náms- og starfsferil þinn – bæði hér á Íslandi sem og í allri Evrópu.
Í tilefni af Evrópudeginum, 9. maí, bjóðum við upp á léttan leik þar sem einn heppinn þátttakandi hlýtur 100.000 króna gjafabréf með flugi til Evrópu.
Til að eiga möguleika á vinningi þarft þú að búa til þína rafrænu Europass ferilskrá og senda hana, á PDF formi, á netfangið okkar: europass@rannis.is
Við drögum svo út einn vinningshafa, þriðjudaginn 23. maí.*
Allar leiðbeiningar má finna hér fyrir neðan.
Þú getur útbúið ókeypis prófíl með Europass þar sem öll kunnátta þín, menntun, hæfni og reynsla er tekin saman á einum öruggum stað á netinu.
Europass er þróað af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og er fáanlegt um alla Evrópu og í boði á 30 mismunandi tungumálum.
Búðu til þinn Europass prófíl!
Mjög auðvelt er að búa Europass ferilskrá á netinu. Best er að byrja á því að búa til prófíl sem síðan er hægt að nota við að búa til ferilskrá sem hentar við hverja starfsumsókn.
*Með því að taka þátt í leiknum samþykkir þátttakandi að persónugreinanlegar upplýsingar verði vistaðar hjá Europass á Íslandi á meðan leik stendur. Upplýsingar um þátttakendur verða eingöngu notaðar í þeim tilgangi til að draga út vinningshafa og til að tilkynna viðkomandi um vinninginn. Eftir að leik lýkur verður öllum persónugreinanlegum upplýsingum eytt.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.