Erasmus+ áætlunin styður metnaðarfull samstarfsverkefni í mennta-, æskulýðs- og íþróttamálum til að styðja meðal annars við nýsköpun í kennslufræðum og notkun upplýsingatækni. Sumir verkefnaflokkar eru í umsjón framkvæmdaskrifstofu í Brussel og ríkir oft mikil samkeppni um styrki sem sótt er um þangað.
Núverandi Erasmus+ áætlun fyrir tímabilið 2021-2027 styður fjölbreytt samstarfsverkefni stofnana um allan heim um stefnumótun í mennta-, æskulýðs- og íþróttamálum, notkun upplýsingatækni í kennslu, nýsköpun í kennslufræðum og margt fleira. Hluti þeirra verkefna eru í umsjón framkvæmdaskrifstofu mennta- og menningarmála í Brussel. Þetta þýðir að í þeim tilfellum er umsóknarferlið miðlægt, þ.e. ekki er sótt um styrki til landskrifstofa heldur beint til Brussel. Um er að ræða metnaðarfull verkefni og veglega styrki sem oft ríkir mikil samkeppni um innan Evrópu.
Það er ánægjulegt að sjá þann umtalsverða fjölda íslenskra aðila sem taka þátt í verkefnum sem hafa hlotið Erasmus+ styrk frá framkvæmdaskrifstofunni á síðastliðnum fjórum árum. Samtals hafa 38 þeirra íslenskan samstarfsaðila, þar af er fjórum stýrt frá Íslandi, og nær þátttakan yfir 27 íslenskar stofnanir.
Samtals hefur framkvæmdaskristofan veitt tæpum 1,2 milljörðum íslenskra króna (um 8 milljónum evra) til íslenskra aðila til margskonar samstarfsverkefna frá árinu 2021, þar af rúmum 800 milljónum króna til íslenskra háskóla í evrópskum háskólanetum og um 400 milljónum króna í önnur verkefni, til að mynda samstarfsverkefni á sviði stefnumótunar og fjölbreytt verkefni tengd íþróttahreyfingum á Íslandi.
Öll áhugasöm geta nálgast upplýsingar um öll verkefni sem hafa fengið Erasmus+ styrki í Erasmus+ verkefnabankanum. Þar má sjá bæði verkefni sem íslenskir aðilar hafa sótt um til Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og verkefni sem sótt hefur verið um til skrifstofunnar í Brussel. Nánari upplýsingar um miðlæga Erasmus+ styrki á hverju sviði má nálgast á síðum Landskrifstofunnar um tækifæri á háskólastigi, í starfsmenntun, í skólum (leik-, grunn- og framhaldsskólar), í fullorðinsfræðslu, í æskulýðsstarfi og í íþróttum.
Umsóknir um miðlæg Erasmus+ verkefni fara fram í gegnum umsóknargátt Evrópusambandsins (EU funding and tenders portal ).
Þau sem vilja kynna sér málið betur er bent á þessi stuttu myndbönd:
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.