Evrópusambandið hefur tilkynnt um umsóknarfresti Erasmus+ sem verða í boði árið 2024. Alls munu 4,3 milljarðar evra renna til ferða og samstarfs í menntamálum, æskulýðsmálum og íþróttum á árinu, þar af 13 milljónir evra sem renna til Íslands með beinum hætti.
Sem fyrr er um fjölbreytt tækifæri að ræða sem styðja nemendur, kennara, starfsfólk og ungmenni við að afla sér reynslu og þekkingar á erlendri grundu. Samstarfsverkefni leiða saman stofnanir og samtök í ólíkum löndum til að vinna að forgangsatriðunum fjórum: inngildingu, sjálfbærni, stafrænni þróun og virkri þátttöku í samfélaginu.
Erasmus+ verkefni eru af ólíkri stærð og gerð. Þau spanna allt frá innlendum þátttökuverkefnum til lítilla fjölþjóðlegra verkefna og yfir í stefnumótandi samstarf eins og Evrópsk háskólanet, Öndvegissetur starfsmenntunar og Kennaraakademíur. Áframhaldandi áhersla er lögð á hlutverk Erasmus+ við að efla samevrópsk gildi, svo sem mannréttindi og mannlega reisn, frelsi, lýðræði og jafnrétti.
Í mörgum verkefnaflokkum hafa styrkupphæðir verið hækkaðar enn frekar til að koma til móts við áhrif verðbólgunnar og hækkandi verðlag í álfunni, en á síðasta ári kom einnig til hækkunar vegna þessa.
Íslenska Landskrifstofan mun geta styrkt verkefni um rúmlega 10 milljónir evra í menntahluta Erasmus+ og þrjár milljónir evra í æskulýðshlutanum á árinu 2024.
Starfsfólk Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi hvetur umsækjendur hér á landi til að kynna sér vel þá styrkmöguleika sem í boði eru. Sérstaklega skal bent á ráðleggingar Landskrifstofu varðandi val á samstarfsaðilum.
Þau sem hafa spurningar um umsóknarferlið eru eindregið hvött til að hringja eða skrifa tölvupóst til viðkomandi verkefnastjóra. Ennfremur eru umsækjendur hvattir til að taka þátt í hinum ýmsu kynningarviðburðum sem Landskrifstofan mun standa fyrir víða um land og á netinu á komandi vikum og mánuðum.
Nánari upplýsingar um kynningarviðburði
Umsóknareyðublöð eru byrjuð að birtast á Erasmus+ torginu. Þau sem ekki eru í boði nú þegar verða gerð aðgengileg þar fljótlega.
Nánari upplýsingar
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.