Frestur til að sækja um stefnumótandi verkefni í Erasmus+ er 27. maí næstkomandi og býður Framkvæmdaskrifstofa mennta- og menningarmála í Brussel öll áhugasöm velkomin á rafrænan upplýsingafund þriðjudaginn 11. mars.
Stefnumótandi verkefni í Erasmus+ hafa það markmið að styðja stofnanir í stefnumótun sinni og stuðla þannig að umbótum í menntun og þjálfun í Evrópu. Slík verkefni fela í sér samstarf um að greina, þróa, prófa og/eða meta nýstárlegar nálganir til að takast á við áskoranir á grunnskólastigi, framhaldskólastigi, í starfsmenntun, háskólanámi og í fullorðinsfræðslu.
Framkvæmdaskrifstofa mennta- og menningarmála í Brussel mun, í samvinnu við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, halda upplýsingafund á netinu um næsta umsóknarfrest um Erasmus+ stefnumótandi verkefni þann 27. maí 2025. Upplýsingafundurinn verður haldinn þann 11. mars 2025 frá 8:30 til 11:00 að íslenskum tíma og verður aðgengilegur á netinu. Hlekk á fundinn má finna á síðu viðburðarins.
Hvað er í boði?
Næsti umsóknarfrestur um Erasmus+ stefnumótandi verkefni snýr að átta lykilviðfangsefnum:
Misjafnt er milli málaflokka hver getur sótt um. Hverri umsókn er ætlað að takast á við einn málaflokk og eitt áhersluatriði undir þeim málaflokki. Ef umsækjendur vilja sækja um á fleiri sviðum þarf að senda inn fleiri en eina umsókn.
Nálgast má örkynningar á hverju viðfangsefni á síðu upplýsingarfundarins og á umsóknargátt framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Um er að ræða miðstýrðan verkefnaflokk, en það þýðir að umsjón með honum er ekki í höndum landskrifstofa heldur Framkvæmdaskrifstofa mennta- og menningarmála í Brussel.
Spurningar tengdar umsóknarferlinu má senda til EACEA-POLICY-SUPPORT@ec.europa.eu.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.