Tengslaráðstefna í Santiago de Compostela, Spáni, 14.-17. nóvember 2018

6.9.2018

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir tveimur þátttakendum á tengslaráðstefnuna Cultural Heritage – European Cultural Heritage in Adult Education. Ráðstefnan verður haldin í Santiago de Compostela, á Spáni, dagana 14.-17. nóvember nk.

Tengslaráðstefnan er ætluð aðilum í fullorðinskennslu og er markmið hennar það að þátttakendur þrói og myndi hugmyndir að samstarfsverkefnum á því sviði.

Leitað er að þátttakendum frá stofnunum sem stefna að slíkum verkefnum, s.s. kennurum eða öðrum fulltrúum fullorðinsfræðslustofnana, skólaskrifstofum o.s.frv. sem eru tilbúnir til að stofna til nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna tengd þema ráðstefnunnar.

Nánari upplýsingar (á ensku)

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan stofnunar. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd, ef hún er fyrir hendi. Rík áhersla er lögð á myndun Erasmus+ verkefna og að þátttakendur fari sem fulltrúar sinna skóla/stofnana/samtaka og séu opnir fyrir að taka þátt í slíkri vinnu.

Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverri stofnun.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir 90% af upphæð ferðakostnaðar. Þátttökugjald greiðist af landskrifstofunni á Spáni og inniheldur gistinætur á ráðstefnutíma (þrjár nætur), fæði og annað uppihald sem ráðstefnunni tengist.

Umsóknarfrestur er mánudagurinn 24. september nk. kl. 16:00.

Sækja um þátttöku









Þetta vefsvæði byggir á Eplica