Birt hefur verið auglýsing Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eftir umsóknum um Vottun í starfsmenntun, VET Mobility Charter. Umsóknarfrestur ársins 2019 er 16. maí 2019.
Lesa meiraErtu að velta fyrir þér tækifærum til Evrópusamstarfs en veistu ekki hvar þú átt að byrja? Þá er Rannís rétti staðurinn fyrir þig, en þar verður haldin kynning miðvikudaginn 5. desember á möguleikum innan Erasmus+ fyrir þau sem ekki hafa áður sótt um.
Lesa meiraOpnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus áætluninni. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2019 er stafræn hæfni og gervigreind.
Lesa meiraFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ áætluninni fyrir árið 2019.
Lesa meiraDagana 19. - 21. október fór fram Alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle) í Hörpu í Reykjavík. Fulltrúar ungs fólks tóku þátt í ráðstefnunni auk þess að verkefnastýra Ungmennahússins á Akureyri skipulagði málstofuna: Raddir unga fólksins.
Lesa meiraEvrópska starfsmenntavikan miðar að því að kynna og efla starfsnám og þjálfun. Í Starfsmenntavikunni verður starfsmenntun kynnt í mörgum Evrópulöndum samtímis, svæðisbundið og á landsvísu. Það er kjörið tækifæri fyrir okkur hér á Íslandi að taka þátt í Starfsmenntavikunni og sameinast í kynningu á starfsmenntun hér á landi.
Lesa meiraDagana 16. og 17. október hittust fulltrúar Evrópumiðstöðva náms- og starfsráðgjafa í Reykjavík og réðu ráðum sínum.
Lesa meiraDagana 12. og 13. október eru ERASMUS DAGAR haldnir í Evrópu, þar sem kynnt eru ýmis Erasmus verkefni. Í tengslum við það settu löndin sem taka þátt í EPALE upp vefsýningu með ljósmyndum til að vekja athygli á áhugaverðum verkefnum í fullorðinsfræðslu. Tuttugu og tvö lönd taka þátt í sýningunni og er Ísland meðal þeirra.
Rannís hefur úthlutað í annað sinn á árinu úr æskulýðshluta Erasmus+ áætlunarinnar í þetta sinn var úthlutað 530.000 evrum eða um 67.6 miljónum króna.
Lesa meiraAllir umsækjendur sem ætla að sækja um styrki vegna æskulýðsstarfs 4. október nk. eru boðnir velkomnir á opið hús hjá æskulýðsteymi Erasmus+.
Lesa meiraLandskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þremur þátttakendum á tengslaráðstefnuna Long-term Study Mobility (School Exchange Partnerships). Ráðstefnan verður haldin í Santa Cruz de Tenerife, á Spáni, dagana 24.-27. október nk.
Lesa meiraLandskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir tveimur þátttakendum á tengslaráðstefnuna Cultural Heritage – European Cultural Heritage in Adult Education. Ráðstefnan verður haldin í Santiago de Compostela, á Spáni, dagana 14.-17. nóvember nk.
Lesa meiraRannís hefur úthlutað úr menntahluta Erasmus+ áætlunarinnar um 3 milljónum evra eða um 370 milljónum króna til 43 evrópskra samstarfsverkefna.
Lesa meiraÞessi möguleiki léttir vinnu þeirra stofnana sem senda marga nemendur á sama stað, á sama tíma eða til samskonar náms.
Lesa meiraRannís hefur úthlutað ríflega 4 milljónum evra eða um 500 milljónum króna í náms- og þjálfunarstyrki úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB.
Lesa meiraNiðurstöður nýrrar Eurostudent könnunar og þýðing þeirra fyrir íslenskt háskólasamfélag voru í brennidepli á ráðstefnu sem haldin var af Rannís, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Landssamtökum íslenskra stúdenta (LÍS) föstudaginn 4. maí síðastliðinn.
Lesa meiraFöstudaginn 4. maí fer fram ráðstefna á Icelandair hótel Reykjavík Natura á vegum Rannís, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Landssambands íslenskra stúdenta um stöðu íslenskra stúdenta í alþjóðlegum samanburði.
Lesa meiraNiðurstöður nýrrar EUROSTUDENT könnunar, sem Ísland tekur í fyrsta skipti þátt í, sýnir skýrt að samsetning háskólanema á Íslandi er á margan hátt frábrugðin því sem gengur og gerist í öðrum Evrópulöndum. Hvergi annars staðar er hlutfall háskólanema sem komnir eru yfir þrítugt hærra en hér, sem og hlutfall þeirra sem eiga eitt barn eða fleiri.
Lesa meira40% atvinnurekanda í Evrópu eiga í erfiðleikum með að finna starfsfólk með færni sem þörf er á í stafrænum heimi. Nú ætla Evrópuáætlanirnar Erasmus+ og Horizon 2020 að leggja sitt af mörkum við að finna lausn á vandanum með því að bjóða 6.000 háskólanemum upp á tækifæri til að efla stafræna færni með starfsnámi erlendis í 2-12 mánuði.
Lesa meira„Það er nauðsynlegt fyrir náms- og starfsráðgjafa að fræða skjólstæðinga sína um þá möguleika sem þeim standa til boða, en það er ekki nóg. Það er líka nauðsynlegt að kveikja eða efla vonina í brjósti þeirra því án vonar fer enginn langt“.
Lesa meiraVegna tæknilegra örðugleika við umsóknareyðublöðin hefur umsóknarfrestur fyrir svokölluð ,,School Exchange Partnership“ verkefni KA-229 verið framlengdur til föstudagsins 23. mars kl. 11:00.
Lesa meiraLandskrifstofan óskar fyrstu skólunum sem hljóta titilinn eTwinning skóli til hamingju! Viðurkenningin byggist á öruggri netnotkun og breiðri þátttöku í eTwinning og alþjóðasamstarfi, þ.e. að þátttakan byggi ekki á framtaki einstakra kennara heldur sé markviss, njóti stuðnings skólastjórnenda og nái til fjölda nemenda.
Lesa meiraHlutfall þátttakenda í fullorðinsfræðslu í Evrópu er afar mismunandi milli landa. Öll Evrópulönd standa samt sem áður frammi fyrir sömu áskoruninni, sem er að gera fullorðinsfræðslu aðgengilegri fyrir þá sem standa höllum fæti og tilheyra hópi þeirra sem minna mega sín. Rannsóknir sýna að fólk sem hefur fleiri tækifæri og betri menntun eru líklegra til að taka þátt í fullorðinsfræðslu. Það eykur enn ójafnvægið í geiranum.
Lesa meiraÁhugaverð úttekt Cedefop á framtíðarhorfum starfsmenntunar til ársins 2030.
Lesa meiraÁ námskeiðinu verða samstarfsverkefni kynnt og áhersla lögð á þróun hugmynda og umsóknaskrif.
Lesa meiraFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað til opins samráðs vegna nýrrar fjármálaáætlunar sambandsins sem tekur gildi árið 2020. Samráðið samanstendur af nokkrum efnisflokkum og nær einn þeirra yfir málefni sem snerta náms- og þjálfunarferðir.
Lesa meiraNýverið var birt miðmat á Erasmus+ áætluninni og forverum hennar, en áætlunin varir frá 2014-2020. Matið var mjög umfangsmikið og byggir á skýrslum frá öllum þátttökuríkjunum, mati frá óháðu matsfyrirtæki sem tók mikinn fjölda viðtala og loks voru rýnd svör meira ein milljón þátttakenda Erasmus+.
Lesa meiraEvrópusambandið leggur áherslu mikilvægi menntunar við að tryggja atvinnumöguleika og virka þátttöku fólks í samfélaginu, sem og við að stuðla að samevrópskri vitund sem byggir á fjölbreytileika álfunnar. Því var samþykkt á leiðtogafundi Evrópusambandsríkja í Gautaborg í nóvember 2017 að löndin ynnu saman að uppbyggingu evrópsks menntasvæðis.
Lesa meiraÞriðjudaginn 6. febrúar frá kl 10:00 - 16:00 í Borgatúni 30 á 1. hæð.
Lesa meiraMennta- og menningarmálaráðuneytið óskaði nýlega eftir tilnefningum frá 17 hagsmunaaðilum sem koma að námi fullorðinna í samráðshóp sem ætlað er að vinna með ráðuneytinu að stefnumótun á þeim vettvangi. Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+ áætlun ESB.
Lesa meiraRannís óskar eftir sérfræðingum til að meta umsóknir í menntahluta Erasmus+. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar.
Lesa meiraÍ tilefni af því að það styttist í fyrsta umsóknarfrest ársins ætlum við að bjóða upp á opna kynningu á Erasmus+ fyrir æskulýðsstarf. Ungt fólk og æskulýðsstarfsmenn velkomnir.
Lesa meiraVakin er athygli á því að á heimasíðu Evrópuráðsins er óskað eftir umsóknum í sameiginlegan sjóð undir heitinu Democratic and inclusive school culture in operation (DISCO).
Lesa meiraÞriðjudaginn 16. janúar verður haldinn kynningarfundur í húsakynnum Rannís um styrkjamöguleika innan menntahluta Erasmus+ árið 2018. Kynningin er ætluð þeim sem ekki hafa sótt um áður.
Lesa meiraLandskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þremur þátttakendum á tengslaráðstefnuna Quality in Early Childhood Education and Care. Ráðstefnan verður haldin í Stokkhólmi, Svíþjóð, dagana 1.-2. febrúar nk.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.