Fréttir

19.11.2024 : Auglýst eftir umsóknum í Erasmus+ 2025

Evrópusambandið hefur tilkynnt um umsóknarfresti Erasmus+ sem verða í boði árið 2025. Alls munu fimm milljarðar evra renna til ferða og samstarfs í menntamálum, æskulýðsmálum og íþróttum á árinu, þar af hátt í 16 milljónir evra sem renna til Íslands með beinum hætti. 

Lesa meira
Mynd-med-grein-etwinning

15.11.2024 : eTwinning á Íslandi leitar að nýjum sendiherrum

Rannís leitar að kennurum í leik-, grunn- eða framhaldsskólum sem vilja gerast eTwinning sendiherrar frá og með 2025. Sendiherrar stuðla að framþróun eTwinning, veita kennurum ráðgjöf, halda kynningar og taka þátt í netverkum á norrænum og evrópskum vettvangi.

Lesa meira
IMG_7023

8.11.2024 : Norrænir eTwinning sendiherrar styrktu samstarf í Reykjavík – Borgaravitund og evrópsk gildi í brennidepli

Árleg norræn ráðstefna eTwinning sendiherra var haldin í Reykjavík dagana 5.-7. nóvember 2024, þar sem 36 kennarar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að ræða borgaravitund og evrópsk gildi. Ráðstefnan innihélt fjölbreytt erindi, heimsókn í eTwinning skóla og umræðufundi um framtíð eTwinning, þar sem áhersla var lögð á samspil við Erasmus+ og þróun starfs sendiherranna.

Lesa meira

30.10.2024 : Hvernig getur gervigreind stutt við störf náms- og starfsráðgjafa?

Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á örnámskeið tengd náms- og starfsráðgjöf. Þann 6. nóvember kl. 09:00-10:15 verður fjallað um notkun gervigreindar í náms- og starfsráðgjöf. 

Lesa meira
RAN02006

18.10.2024 : Vel sóttur fundur um örnám og örviðurkenningar

Í samræðum fundarins var lögð megináhersla á mikilvægi þess að samræma formgerð og matsþætti örnáms í fullorðinsfræðslu við hæfniramma í samvinnu við atvinnulífið. 

Lesa meira

18.10.2024 : Skráningarátaki eTwinning lokið!

Á hverju ári stendur eTwinning fyrir skráningarátaki til að hvetja kennara til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Nú hefur verið dregið að handahófi úr þeim hópi kennara sem skráðu sig í eTwinning í átökunum 2023 og 2024.

Lesa meira

16.10.2024 : 14 ný Erasmus+ samstarfsverkefni hefja göngu sína

Verkefnisstjórar og starfsfólk Landskrifstofu áttu góðan upphafsfund á Hilton Nordica þann 11. október og fóru yfir helstu atriði varðandi framkvæmd verkefna og þátttöku í Erasmus+. Um er að ræða verkefni sem hlutu styrk í sumar eftir fyrri umsóknarfrest ársins.

Lesa meira

11.10.2024 : Umsóknarfrestur um eTwinning National Quality Label

Frestur til að sækja um gæðaviðurkenningu eTwinning, National Quality Label, verður til 10. nóvember 2024. Við hvetjum öll sem staðið hafa fyrir vel heppnuðu verkefni að sækja um. 

Lesa meira
Afram-Epale-vidburdur-mynd-med-grein-2-

8.10.2024 : Hvernig geta örnám og örviðurkenningar nýst fullorðinsfræðslu?

Hádegisfundur 16. október kl. 12:30 – 14:30 á Nauthóli.

Lesa meira

7.10.2024 : Spurningakeppni tengd Erasmus+ dögum #erasmusdays2024

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi stendur fyrir spurningakeppni með Evrópuþema vegna Erasmus+ daga og verður hún haldin á Stúdentakjallaranum miðvikudaginn 16. október.

Lesa meira

7.10.2024 : Erasmus dagar 2024

Hin árlega viðburðaröð Erasmus dagar eða #ErasmusDays er á næsta leyti og fer hún fram í áttunda skiptið dagana 14. til 19. október. Um er að ræða sex daga tímabil þar sem athygli er vakin á Erasmus+ starfi og árangri í samstilltu átaki um alla Evrópu.

Lesa meira
Vi-usindavaka-2023-2

28.9.2024 : Til hamingju með daginn vísindafólk!

Heill heimur vísinda í dag 28. september kl. 13:00 -18:00 á Vísindavöku í Laugardalshöllinni. Á Vísindavöku, sannkallaðri uppskeruhátíð vísindanna í íslensku samfélagi, gefst gestum kostur á að hitta og ræða við okkar fremsta vísindafólk og kynnast mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. 

Lesa meira

26.9.2024 : Frestun á umsóknarfresti 1. október

Vegna flóða víða um Evrópu er nýr umsóknarfrestur 8. október

Lesa meira

26.9.2024 : Euroguidance býður upp á örnámskeið á netinu um náms- og starfsráðgjöf

Euroguidance miðstöðvarnar á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á röð örnámskeiða á netinu. Fyrsta námskeiðið verður haldið 16. október nk. kl. 13:00 - 15:00 undir yfirskriftinni "Starfsþróun í ljósi félagslegs réttlætis"  

Lesa meira

12.9.2024 : Evrópski tungumáladagurinn - Tungumál í þágu friðar

Evrópski tungumáladagurinn, sem haldinn er 26. september um alla Evrópu, ber í ár yfirskriftina Tungumál í þágu friðar. Í tilefni dagsins er tungumálakennurum boðið til viðburðar í Auðarsal, Veröld - húsi Vigdísar kl. 17:00-18:00. 

Lesa meira
Evropurutan-grafik

3.9.2024 : Evrópurútan á ferð um landið

Í tilefni þess að 30 ár eru síðan að samningur um Evrópska efnahagssvæðisins (EES) tók gildi, og veitti Íslandi aðgang að auknum tækifærum til samstarfs í Evrópu, mun Evrópurútan fara hringinn um landið í september þar sem vakin verður athygli á árangri af Evrópuverkefnum í heimabyggð og tækifærum til framtíðar í alþjóðasamstarfi.

Lesa meira

30.8.2024 : Tækifæri fyrir eTwinning kennara: Ráðstefnur í Sarajevo og Tallinn!

Ertu kennari í framhaldsskóla, starfsmenntaskóla, leikskóla eða grunnskóla með reynslu af eTwinning? Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir þig! eTwinning á Íslandi býður upp á tvö ótrúleg tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum ráðstefnum í haust – ein í Sarajevo, Bosníu og Hersegovínu, og önnur í Tallinn, Eistlandi.

Lesa meira
VEFSTOFA

28.8.2024 : Vefstofa um Erasmus+ samstarfsverkefni

Vefstofan er þann 10. september 2024 kl 14:00 og er mikilvægt að skrá sig.

Lesa meira

15.8.2024 : Landskrifstofa Erasmus+ heldur opna vinnustofu um inngildingu þann 29. ágúst frá 10-13.

Vinnustofan er liður í auknum stuðningi við styrkþega og mögulega styrkþega. Næstu umsóknarfrestir eru í október og því vonar landskrifstofan að með stuðningi sem þessum geti fleiri verkefni sótt um inngildingarstyrk eða skipuleggi verkefni sín almennt með meira inngildandi hætti.

Lesa meira

6.8.2024 : Stuðningur háskóla er mikilvæg forsenda fyrir þátttöku hinsegin nemenda í stúdentaskiptum

Um leið og Landskrifstofa óskar okkur öllum gleðilegra Hinsegin daga 2024 minnir hún á að inngilding er einn af hornsteinum Erasmus+ og áhersla lögð á að tækifæri áætlunarinnar nái til fjölbreytts hóps fólks. Það er mikilvægt að öll hafi möguleika til að upplifa líf í nýju landi, enda getur dvöl erlendis haft mikil áhrif á fólk og mótað líf þess til framtíðar. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica