Fréttir

18.2.2025 : „Taktu stökkið!“ – Viðtal við Sigríði Halldóru Pálsdóttur, nýjan eTwinning sendiherra við Tækniskólann

Sigríður Halldóra Pálsdóttir hefur kennt við Tækniskólann frá árinu 2010 og er nýr eTwinning sendiherra á Íslandi. Hún er menntaður enskukennari en hefur frá árinu 2020 starfað sem brautarstjóri K2 Tækni- og vísindaleiðar skólans. Þar kennir hún einnig frumkvöðlafræði, lokaverkefni og valáfanga um notkun gervigreindar í skólastarfi. Í viðtalinu segir hún frá reynslu sinni af eTwinning, áhrifum alþjóðlegs samstarfs á skólastarf og markmiðum sínum sem sendiherra.

Lesa meira

14.2.2025 : Framtíð evrópsk samstarfs í mótun: Samráð Evrópusambandsins við almenning opið til 7. maí

Nú stendur yfir undirbúningur næsta fjárhagstímabils Evrópusambandsins sem tekur við eftir 2027. Framkvæmdarstjórn Ursulu von der Leyen leggur áherslu á stefnumiðaða, einfaldaða og áhrifaríka nálgun og boðar til samtals við almenning um hvernig fjármununum sé best varið. 

Lesa meira

14.2.2025 : Upplýsingaveitan Eurodesk heldur upp á 35 ára afmæli sitt í ár!

Eurodesk gegnir lykilhlutverki við að tengja ungt fólk í Evrópu við alþjóðleg tækifæri til náms, skiptináms, starfsnáms, styrkja og annarra verkefna. Slík tækifæri bjóðast ekki síst gegnum Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanir ESB, en Ísland tekur þátt í þeim á grundvelli EES samningsins.

Lesa meira
Helsinki

14.2.2025 : Tækifæri fyrir eTwinning kennara: Vinnustofa um gervigreind og virka borgaravitund í Helsinki

Ertu kennari á yngsta- eða miðstigi og hefur áhuga á að læra hvernig gervigreind (AI) getur verið hluti af kennslu? Viltu kanna hvernig AI tengist virku borgaravitundarhlutverki nemenda? Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir þig.

eTwinning á Íslandi býður kennurum tækifæri til að taka þátt í norrænni ráðstefnu í Helsinki dagana 4.–6. september 2025. Þar munu kennarar frá Norðurlöndunum koma saman og vinna að hugmyndum um hvernig hægt er að samþætta gervigreind og lýðræði í skólastarfi.

Lesa meira

10.2.2025 : Viltu byggja upp framúrskarandi starfsmenntun á þínu fagsviði?

Næsti umsóknarfrestur um Öndvegissetur starfsmenntunar (e. Centres of Vocational Excellence) er 11. júní 2025. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býður áhugasömum á sérstaka vefstofu sem er kjörin til að kynna sér málið betur. Allt um evrópsk Öndvegissetur starfsmenntunar á vefstofu 20. febrúar. 

Lesa meira

3.2.2025 : We Lead: Leiðtogahæfni kvenna í ferðaþjónustu

Markmið verkefnisins var að efla leiðtogahæfni kvenna í ferðaþjónustu. Oft hallar á hlut kvenna í störfum þeirra innan ferðaþjónustunnar þegar litið er til þátta eins og launa, vinnuaðstæðna og möguleikum á stöðuhækkun. Verkefnið hefur skilað góðum og áhugaverðum niðurstöðum sem eru öllum aðgengileg.

Lesa meira

31.1.2025 : Örnámskeið um náms- og starfsráðgjöf: Fimm víddir umhverfisvænnar starfsráðgjafar

Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á röð örnámskeiða tengd náms- og starfsráðgjöf. Þann 18. febrúar 2025 kl. 14:00-15:15 að íslenskum tíma verður fjallað um fimm víddir umhverfisvænnar starfsráðgjafar.

Lesa meira

28.1.2025 : Tækifæri til samstarfs á sviði starfsmenntunar utan Evrópu

Landskrifstofa Erasmus+ vekur athygli á umsóknarfresti 27. febrúar næstkomandi um Erasmus+ hæfnismótunarverkefni (e. capacity building) i starfsmenntun. 

Lesa meira

27.1.2025 : Evrópsk háskólanet: Ný skýrsla sýnir jákvæð áhrif á háskólanám í Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur birt nýja skýrslu sem fjallar um þann árangur sem evrópsk háskólanet hafa náð í að auka samþættingu, samkeppnishæfni og inngildingu í háskólanámi og þær áskoranir sem þau standa frammi fyrir.

Lesa meira
_RAN2778

24.1.2025 : eTwinning fagnar 20 ára afmæli á árinu!

eTwinning er flaggskip Evrópusambandsins þegar kemur að rafrænu skólasamstarfi. Það býður kennurum og skólum öruggt netumhverfi þar sem hægt er að vinna saman og þróa bæði innlend og alþjóðleg verkefni.

Lesa meira

21.1.2025 : Langar ykkur að verða eTwinning skóli? Umsóknarfrestur til 10. febrúar!

Nú er umsóknarferlið um eTwinning School Label opið og stendur til 10. febrúar kl. 23:59 CET. Þetta er einstakt tækifæri fyrir skóla sem vilja efla sig í alþjóðlegu samstarfi og upplýsingatækni.

Á Íslandi hafa margir skólar verið virkir sem eTwinning skóla og nú síðast voru það Grunnskóli Bolungarvíkur, Selásskóli og Ingunnarskóli sem hlutu þessa viðurkenningu. 

Lesa meira

15.1.2025 : Erasmus+ styrkir íslenskar stofnanir til árangursríkrar stefnumótunar

Þrjú verkefni með íslenskum samstarfsaðilum hlutu nýverið veglega Erasmus+ styrki til að framkvæma tilraunir og meta árangur af stefnumótun. Verkefnin eru EMPOWER, sem miðar að aukinni þátttöku kvenna í upplýsingatækni, BRICK, sem styrkir samstarf í fullorðinsfræðslu, og On the Move, sem eflir fagmenntun með blönduðum nemendaskiptum.

Lesa meira

18.12.2024 : Erasmus+ og ESC kynningarfundir, vefstofur og hugmyndasmiðjur fyrir umsækjendur

Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2025 og eru fyrstu frestir ársins í febrúar og mars. 

Lesa meira
Geggjadur-blar-litur

18.12.2024 : Stóru-Vogaskóli fær viðurkenningu fyrir eTwinning verkefni ársins 2024

Stóru-Vogaskóli hefur skarað fram úr með verkefninu „Basta Carbo!“ sem var valið besta eTwinning verkefni ársins 2024. Verkefnið, undir stjórn Marc Portal kennara, sameinaði íslenska nemendur og kennara við skóla í Ítalíu og Frakklandi til að vinna að sjálfbærni og umhverfisvitund.

Lesa meira

16.12.2024 : Nýjar leiðbeiningar fyrir Erasmus+ og European Solidarity Corps umsækjendur um grænar áherslur og stafræna þróun

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur birt nýjar leiðbeiningar um grænar og stafrænar áherslur fyrir umsækjendur um Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) verkefni. Leiðbeiningarnar hjálpa umsækjendum að samræma verkefni sín við markmið áætlananna um að efla stafræna færni um alla Evrópu og gera álfuna vistvæna og sjálfbæra. Landskrifstofan hvetur umsækjendur til að skoða leiðbeiningarnar og nýta sér þær í verkefnum sínum. 

Lesa meira
Untitled-design-11-

13.12.2024 : Tækifæri fyrir eTwinning kennara: Ráðstefnur í Hague og Graz

Ertu kennari í framhaldsskóla eða tungumálakennari með reynslu af eTwinning? Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir þig! eTwinning á Íslandi býður upp á tækifæri til að fara annars vegar á ráðstefnu í Hague 3.-5. apríl fyrir framhaldsskólakennara og hins vegar til Graz 9.-11. apríl fyrir tungumálakennara

Lesa meira

11.12.2024 : Evrópskir sjálfboðaliðar í þágu íslensks samfélags

5. desember er tileinkaður sjálfboðaliðum og þeirra óeigingjarna starfi í þágu samfélagsins. Til að fagna deginum stóð Landskrifstofa European Solidarity Corps á Íslandi fyrir sérstökum viðburði þar sem áhersla var lögð á samstöðu og samfélagsleg áhrif evrópskra sjálfboðaliða sem taka þátt í European Solidarity Corps á Íslandi. Hann var skipulagður í samstarfi við Eurodesk og Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi.

Lesa meira

10.12.2024 : Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Rannís og Landskrifstofa Erasmus+ loka skrifstofunni yfir hátíðirnar frá og með 23. desember og fram yfir áramót. Við opnum aftur fimmtudaginn 2. janúar 2025. Með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. 

Lesa meira

5.12.2024 : Opið fyrir umsóknir um styrki til sjálfboðaliða- og samfélagsverkefna í European Solidarity Corps

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýsir umsóknarfresti fyrir árið 2025 í sjálfboðaliðaáætluninni European Solidarity Corps (ESC). ESC áætlunin styður ungt fólk sem vill fara erlendis í sjálfboðastarf eða framkvæma samfélagsverkefni í eigin nærumhverfi. 

Lesa meira

4.12.2024 : Örnámskeið um náms- og starfsráðgjöf: Starfsfræðsla á Norðurlöndunum

Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á röð örnámskeiða tengd náms- og starfsráðgjöf. Þann 24. janúar 2025 kl. 09:00-10:15 verður fjallað um starfsfræðslu á Norðurlöndunum. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica